Viðskipti innlent

Ekkert frí

Spennandi þingkosningar eru að baki, en skömmu fyrir kosningar heyrðust þær raddir að einhverjir íslenskir fjárfestar hefðu í hyggju að taka sér frí til fjögurra ára næði vinstristjórn völdum með hugsanlegum skattahækkunum á fyrirtæki, hagnaði af sölu hlutabréfa og ýmsu öðru sem valdið hefði pirringi þeirra. Má gera ráð fyrir að einhverjir hafi setið spenntir með farmiðann í höndunum fyrir framan flatskjáinn á kosninganótt og fylgst með því þegar þeir voru eina stundina á leið í langt frí en hina horfðu þeir fram á fjögurra ára vinnutörn. Úr því sem komið er verða fjárfestarnir að láta sér lynda styttri sólarferðir næstu árin sem þeir geta nýtt til að skanna hugsanlega áfangastaði til að flytjast til eftir fjögur ár. En það ræðst vitanlega af úrslitum kosninga þá.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×