Sjötíuogfimmföldun markaðsvirðis á átta árum 16. maí 2007 00:01 Þegar Pharmaco keypti Balkanpharma árið 1999 var markaðsvirði félagsins um 3,8 milljarðar króna. Síðla árs 2003 fór Actavis yfir hundrað milljarða íslenskra króna, fyrst íslenskra félaga. Nú, tæpum fjórum árum síðar, er markaðsvirði félagsins rúmlega 290 milljarðar íslenskra króna. Það hefur því sjötíuogfimmfaldast á átta árum. Ævintýralegan vöxt Actavis má rekja til sameiningar Pharmaco og Delta árið 2002. Árið 1999 hafði Pharmaco keypt búlgarska samheitalyfjafyrirtækið Balkanpharma fyrir 43 milljónir evra, í félagi við Deutsche Bank og Björgólf Thor Björgólfsson. Árið 2000 seldi Björgólfur Pharmaco sinn hluta í skiptum fyrir hluti í Pharmaco. Síðan hefur hann verið stærsti einstaki hluthafi félagsins. Pharmaco sá um innflutning og dreifingu frumlyfja hér á landi. Sú starfsemi sem var seld árið 2002, við sameiningu Delta og Pharmaco. Delta var hins vegar samheitalyfjafyrirtæki og rak framleiðslueiningu og þróunarstarfsemi hér á landi. Félagið hafði þegar fjárfest í markaðsfyrirtækjum í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku og þróunar- og framleiðslueiningu á Möltu. Í raun má því segja að gamla Delta sé undirstaða Actavis í dag. Við sameininguna tók Róbert Wessman við forstjórataumi félagsins. Hann hafði verið forstjóri Delta frá árinu 1999. Frá þeim tíma hefur Actavis tekið meira en 25 félög yfir víðs vegar um heim. Stækkun Actavis hefur bæði farið fram með miklum innri og ytri vexti. Félagið hefur ráðist í yfirtökur fyrir 1,9 milljarða evra, sem nemur um 164 milljörðum króna. Árleg tekjuaukning félagsins hefur að meðaltali verið 57 prósent frá því útrásin hófst. Hlutabréf hafa að jafnaði hækkað um fimmtíu prósent á ári hverju. Yfirtökurnar hafa ýmist verið fjármagnaðar með sjóðstreymi undirliggjandi rekstrar, lánsfé og með nýju hlutafé. Frá því árið 1999 hefur eigið fé verið aukið um 546 milljónir evra og 1850 milljónum evra verið safnað með sambankalánum. Hér fyrir neðan má sjá helstu tímamót í rekstri Actavis. Fram að 2002Pharmaco skráð í Kauphöll Íslands árið 1997. Pharmaco kaupir búlgarska samheitalyfjafyrirtækið Balkanpharma árið 1999. Kaupverð 43 milljónir evra. Björgólfur Thor Björgólfsson sest í stjórn Pharmaco.Björgólfur Thor Björgólfsson verður stjórnarformaður Pharmaco árið 2000. Amber International, fjárfestingarfélag Björgólfs, orðið stærsti hluthafi félagsins.2002Pharmaco kaupir Delta fyrir 197 milljónir evra. Róbert Wessman verður forstjóri sameinaðs félags.Pharmaco kaupir serbneska samheitalyfjafyrirtækið Zdravlje. Kaupverð 5,5 milljónir evra.Velta ársins 215 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 5.575.2003Pharmaco kaupir meirihluta bréfa í danska félaginu Colotech sem sérhæft er í rannsóknum og þróun. Kaupverð ekki gefið upp.Skrifstofa opnuð í Bandaríkjunum undir stjórn Sigurðar Óla Ólafssonar sem nú er aðstoðarforstjóri Actavis. Söluskrifstofa einnig opnuð í Svíþjóð.Gengi bréfa í Pharmaco hækkaði um 183,5 prósent þetta ár og félagið varð það verðmætasta í Kauphöll Íslands. Á árinu fór markaðsvirði félagsins yfir hundrað milljarða króna, fyrst íslenskra félaga.Velta ársins 316 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 6.835.2004Pharmaco tekur upp nafnið Actavis Group.Kaup á pólska markaðsfyrirtækinu Biovena. Kaupverð ekki gefið upp.Tyrkneska samheitalyfjafélagið Fako yfirtekið. Kaupverð 83 milljónir Bandaríkjadala.Pliva í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi yfirtekið. Kaupverð ekki gefið upp.Velta ársins 453 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 6.602.2005Actavis kaupir samheitalyfjahluta alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma. Kaupverð nemur 810 milljónum Bandaríkjadala.Samheitalyfjahluti ungverska félagsins Keri Pharma keyptur. Kaupverð ekki gefið upp.Yfirtaka á búlgarska lyfjadreifingarfyrirtækinu Higia. Kaupverð ekki gefið upp.Fyrsta stóra skrefið tekið inn á Bandaríkjamarkað með kaupum á samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverð 600 milljónir Bandaríkjadala. Tékkneska lyfjafyrirtækið Pharma Avalanche yfirtekið. Kaupverð ekki gefið upp.Actavis færir sig inn á Indlandsmarkað með kaupum á indversku þróunareiningunni Lotus Laboratories fyrir 20 milljónir evra.Velta ársins 579 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 10.153.2006Rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan, sem sérhæft er í þróun og framleiðslu krabbameinslyfja, keypt fyrir 148 milljónir Bandaríkjadala.Actavis kaupir 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje fyrir 60 milljónir Bandaríkjadala.Verksmiðja sérhæfð í framleiðslu samheitalyfja keypt á Indlandi. Kaupverð ekki gefið upp.Actavis kaupir bandaríska lyfjafyrirtækið Abrika sem sérhæft er í þróun og sölu forðalyfja. 235 milljónir Bandaríkjadala með árangursgreiðslum.Velta ársins 1.379 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 10.874.2007Actavis kaupir lyfjaverksmiðju Sanmar á Indlandi sem sérhæfð er í framleiðslu virkra lyfjaefna. Kaupverð ekki gefið upp.Novator, fjárfestingarfélag stjórnarformannsins Björgólfs Thor Björgólfssonar, leggur fram óbindandi tilboð í allt hlutafé Actavis í A-flokki. Undir smásjánni Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Þegar Pharmaco keypti Balkanpharma árið 1999 var markaðsvirði félagsins um 3,8 milljarðar króna. Síðla árs 2003 fór Actavis yfir hundrað milljarða íslenskra króna, fyrst íslenskra félaga. Nú, tæpum fjórum árum síðar, er markaðsvirði félagsins rúmlega 290 milljarðar íslenskra króna. Það hefur því sjötíuogfimmfaldast á átta árum. Ævintýralegan vöxt Actavis má rekja til sameiningar Pharmaco og Delta árið 2002. Árið 1999 hafði Pharmaco keypt búlgarska samheitalyfjafyrirtækið Balkanpharma fyrir 43 milljónir evra, í félagi við Deutsche Bank og Björgólf Thor Björgólfsson. Árið 2000 seldi Björgólfur Pharmaco sinn hluta í skiptum fyrir hluti í Pharmaco. Síðan hefur hann verið stærsti einstaki hluthafi félagsins. Pharmaco sá um innflutning og dreifingu frumlyfja hér á landi. Sú starfsemi sem var seld árið 2002, við sameiningu Delta og Pharmaco. Delta var hins vegar samheitalyfjafyrirtæki og rak framleiðslueiningu og þróunarstarfsemi hér á landi. Félagið hafði þegar fjárfest í markaðsfyrirtækjum í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku og þróunar- og framleiðslueiningu á Möltu. Í raun má því segja að gamla Delta sé undirstaða Actavis í dag. Við sameininguna tók Róbert Wessman við forstjórataumi félagsins. Hann hafði verið forstjóri Delta frá árinu 1999. Frá þeim tíma hefur Actavis tekið meira en 25 félög yfir víðs vegar um heim. Stækkun Actavis hefur bæði farið fram með miklum innri og ytri vexti. Félagið hefur ráðist í yfirtökur fyrir 1,9 milljarða evra, sem nemur um 164 milljörðum króna. Árleg tekjuaukning félagsins hefur að meðaltali verið 57 prósent frá því útrásin hófst. Hlutabréf hafa að jafnaði hækkað um fimmtíu prósent á ári hverju. Yfirtökurnar hafa ýmist verið fjármagnaðar með sjóðstreymi undirliggjandi rekstrar, lánsfé og með nýju hlutafé. Frá því árið 1999 hefur eigið fé verið aukið um 546 milljónir evra og 1850 milljónum evra verið safnað með sambankalánum. Hér fyrir neðan má sjá helstu tímamót í rekstri Actavis. Fram að 2002Pharmaco skráð í Kauphöll Íslands árið 1997. Pharmaco kaupir búlgarska samheitalyfjafyrirtækið Balkanpharma árið 1999. Kaupverð 43 milljónir evra. Björgólfur Thor Björgólfsson sest í stjórn Pharmaco.Björgólfur Thor Björgólfsson verður stjórnarformaður Pharmaco árið 2000. Amber International, fjárfestingarfélag Björgólfs, orðið stærsti hluthafi félagsins.2002Pharmaco kaupir Delta fyrir 197 milljónir evra. Róbert Wessman verður forstjóri sameinaðs félags.Pharmaco kaupir serbneska samheitalyfjafyrirtækið Zdravlje. Kaupverð 5,5 milljónir evra.Velta ársins 215 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 5.575.2003Pharmaco kaupir meirihluta bréfa í danska félaginu Colotech sem sérhæft er í rannsóknum og þróun. Kaupverð ekki gefið upp.Skrifstofa opnuð í Bandaríkjunum undir stjórn Sigurðar Óla Ólafssonar sem nú er aðstoðarforstjóri Actavis. Söluskrifstofa einnig opnuð í Svíþjóð.Gengi bréfa í Pharmaco hækkaði um 183,5 prósent þetta ár og félagið varð það verðmætasta í Kauphöll Íslands. Á árinu fór markaðsvirði félagsins yfir hundrað milljarða króna, fyrst íslenskra félaga.Velta ársins 316 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 6.835.2004Pharmaco tekur upp nafnið Actavis Group.Kaup á pólska markaðsfyrirtækinu Biovena. Kaupverð ekki gefið upp.Tyrkneska samheitalyfjafélagið Fako yfirtekið. Kaupverð 83 milljónir Bandaríkjadala.Pliva í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi yfirtekið. Kaupverð ekki gefið upp.Velta ársins 453 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 6.602.2005Actavis kaupir samheitalyfjahluta alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma. Kaupverð nemur 810 milljónum Bandaríkjadala.Samheitalyfjahluti ungverska félagsins Keri Pharma keyptur. Kaupverð ekki gefið upp.Yfirtaka á búlgarska lyfjadreifingarfyrirtækinu Higia. Kaupverð ekki gefið upp.Fyrsta stóra skrefið tekið inn á Bandaríkjamarkað með kaupum á samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverð 600 milljónir Bandaríkjadala. Tékkneska lyfjafyrirtækið Pharma Avalanche yfirtekið. Kaupverð ekki gefið upp.Actavis færir sig inn á Indlandsmarkað með kaupum á indversku þróunareiningunni Lotus Laboratories fyrir 20 milljónir evra.Velta ársins 579 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 10.153.2006Rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan, sem sérhæft er í þróun og framleiðslu krabbameinslyfja, keypt fyrir 148 milljónir Bandaríkjadala.Actavis kaupir 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje fyrir 60 milljónir Bandaríkjadala.Verksmiðja sérhæfð í framleiðslu samheitalyfja keypt á Indlandi. Kaupverð ekki gefið upp.Actavis kaupir bandaríska lyfjafyrirtækið Abrika sem sérhæft er í þróun og sölu forðalyfja. 235 milljónir Bandaríkjadala með árangursgreiðslum.Velta ársins 1.379 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 10.874.2007Actavis kaupir lyfjaverksmiðju Sanmar á Indlandi sem sérhæfð er í framleiðslu virkra lyfjaefna. Kaupverð ekki gefið upp.Novator, fjárfestingarfélag stjórnarformannsins Björgólfs Thor Björgólfssonar, leggur fram óbindandi tilboð í allt hlutafé Actavis í A-flokki.
Undir smásjánni Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira