Reina getur bætt fyrir syndir föður síns 5. maí 2007 12:30 Pepe Reina er líklega besti vítabani heimsins í dag. Hér ver hann víti Geremi í vikunni. NordicPhotos/GettyImages Þegar Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum mun Pepe Reina, markverði Liverpool, gefast tækifæri til að bæta fyrir mistök sem faðir hans gerði í sams konar leik fyrir 33 árum. Vorið 1974 var Miguel Reina markvörður Atletico Madrid er liðið mætti Bayern München í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Atletico hafði yfirhöndina, 1-0, þegar Reina fékk á sig mark í framlengingu. Leikurinn var endurtekinn og þá vann Bayern, 4-0. „Fólk man eftir mér vegna þessa marks í Evrópukeppninni árið 1974. Undir lok framlengingarinnar vorum við að vinna 1-0 og ég fékk á mig slysalegt mark af 30 metra færi. Það muna hins vegar fáir eftir því að ég spilaði í landsliðinu og var tvívegis með besta árangur markvarða í deildinni. Þá vann ég deildina einu sinni og bikarinn þrisvar," sagði Reina eldri. „Ef þú hittir einhvern úti á götu og spyrð viðkomandi út í mig munu þeir enn bölva mér fyrir þetta mark," sagði hann. Enn fremur sagði Miguel Reina að atvikið hefði sett sitt mark á fjölskylduna. „Lífið heldur þó áfram," sagði hann. Nú getur þó Reina yngri bætt fyrir mistökin þegar Liverpool reynir að klófesta annan Evrópu-titil sinn á þremur árum. Hann var hetja sinna manna í undanúrslitunum þegar hann varði tvö víti frá Chelsea í vítaspyrnukeppni. Miguel Reina sagðist vitanlega vera stoltur af stráknum en hann fer þó aldrei á leiki. „Ég vil frekar vera heima hjá mér ef ég reiðist eða eitthvað álíka," sagði hann. „Ég var stressaður í leiknum gegn Chelsea en þegar kom að vítaspyrnukeppninni varð ég rólegur því ég veit að Pepe er sá besti." Hann efaðist um að hann færi á úrslitaleikinn í Aþenu. Hann vildi frekar vera í faðmi fjölskyldunnar á heimili þeirra í Barcelona. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Þegar Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum mun Pepe Reina, markverði Liverpool, gefast tækifæri til að bæta fyrir mistök sem faðir hans gerði í sams konar leik fyrir 33 árum. Vorið 1974 var Miguel Reina markvörður Atletico Madrid er liðið mætti Bayern München í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Atletico hafði yfirhöndina, 1-0, þegar Reina fékk á sig mark í framlengingu. Leikurinn var endurtekinn og þá vann Bayern, 4-0. „Fólk man eftir mér vegna þessa marks í Evrópukeppninni árið 1974. Undir lok framlengingarinnar vorum við að vinna 1-0 og ég fékk á mig slysalegt mark af 30 metra færi. Það muna hins vegar fáir eftir því að ég spilaði í landsliðinu og var tvívegis með besta árangur markvarða í deildinni. Þá vann ég deildina einu sinni og bikarinn þrisvar," sagði Reina eldri. „Ef þú hittir einhvern úti á götu og spyrð viðkomandi út í mig munu þeir enn bölva mér fyrir þetta mark," sagði hann. Enn fremur sagði Miguel Reina að atvikið hefði sett sitt mark á fjölskylduna. „Lífið heldur þó áfram," sagði hann. Nú getur þó Reina yngri bætt fyrir mistökin þegar Liverpool reynir að klófesta annan Evrópu-titil sinn á þremur árum. Hann var hetja sinna manna í undanúrslitunum þegar hann varði tvö víti frá Chelsea í vítaspyrnukeppni. Miguel Reina sagðist vitanlega vera stoltur af stráknum en hann fer þó aldrei á leiki. „Ég vil frekar vera heima hjá mér ef ég reiðist eða eitthvað álíka," sagði hann. „Ég var stressaður í leiknum gegn Chelsea en þegar kom að vítaspyrnukeppninni varð ég rólegur því ég veit að Pepe er sá besti." Hann efaðist um að hann færi á úrslitaleikinn í Aþenu. Hann vildi frekar vera í faðmi fjölskyldunnar á heimili þeirra í Barcelona.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira