Reina getur bætt fyrir syndir föður síns 5. maí 2007 12:30 Pepe Reina er líklega besti vítabani heimsins í dag. Hér ver hann víti Geremi í vikunni. NordicPhotos/GettyImages Þegar Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum mun Pepe Reina, markverði Liverpool, gefast tækifæri til að bæta fyrir mistök sem faðir hans gerði í sams konar leik fyrir 33 árum. Vorið 1974 var Miguel Reina markvörður Atletico Madrid er liðið mætti Bayern München í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Atletico hafði yfirhöndina, 1-0, þegar Reina fékk á sig mark í framlengingu. Leikurinn var endurtekinn og þá vann Bayern, 4-0. „Fólk man eftir mér vegna þessa marks í Evrópukeppninni árið 1974. Undir lok framlengingarinnar vorum við að vinna 1-0 og ég fékk á mig slysalegt mark af 30 metra færi. Það muna hins vegar fáir eftir því að ég spilaði í landsliðinu og var tvívegis með besta árangur markvarða í deildinni. Þá vann ég deildina einu sinni og bikarinn þrisvar," sagði Reina eldri. „Ef þú hittir einhvern úti á götu og spyrð viðkomandi út í mig munu þeir enn bölva mér fyrir þetta mark," sagði hann. Enn fremur sagði Miguel Reina að atvikið hefði sett sitt mark á fjölskylduna. „Lífið heldur þó áfram," sagði hann. Nú getur þó Reina yngri bætt fyrir mistökin þegar Liverpool reynir að klófesta annan Evrópu-titil sinn á þremur árum. Hann var hetja sinna manna í undanúrslitunum þegar hann varði tvö víti frá Chelsea í vítaspyrnukeppni. Miguel Reina sagðist vitanlega vera stoltur af stráknum en hann fer þó aldrei á leiki. „Ég vil frekar vera heima hjá mér ef ég reiðist eða eitthvað álíka," sagði hann. „Ég var stressaður í leiknum gegn Chelsea en þegar kom að vítaspyrnukeppninni varð ég rólegur því ég veit að Pepe er sá besti." Hann efaðist um að hann færi á úrslitaleikinn í Aþenu. Hann vildi frekar vera í faðmi fjölskyldunnar á heimili þeirra í Barcelona. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Þegar Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum mun Pepe Reina, markverði Liverpool, gefast tækifæri til að bæta fyrir mistök sem faðir hans gerði í sams konar leik fyrir 33 árum. Vorið 1974 var Miguel Reina markvörður Atletico Madrid er liðið mætti Bayern München í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Atletico hafði yfirhöndina, 1-0, þegar Reina fékk á sig mark í framlengingu. Leikurinn var endurtekinn og þá vann Bayern, 4-0. „Fólk man eftir mér vegna þessa marks í Evrópukeppninni árið 1974. Undir lok framlengingarinnar vorum við að vinna 1-0 og ég fékk á mig slysalegt mark af 30 metra færi. Það muna hins vegar fáir eftir því að ég spilaði í landsliðinu og var tvívegis með besta árangur markvarða í deildinni. Þá vann ég deildina einu sinni og bikarinn þrisvar," sagði Reina eldri. „Ef þú hittir einhvern úti á götu og spyrð viðkomandi út í mig munu þeir enn bölva mér fyrir þetta mark," sagði hann. Enn fremur sagði Miguel Reina að atvikið hefði sett sitt mark á fjölskylduna. „Lífið heldur þó áfram," sagði hann. Nú getur þó Reina yngri bætt fyrir mistökin þegar Liverpool reynir að klófesta annan Evrópu-titil sinn á þremur árum. Hann var hetja sinna manna í undanúrslitunum þegar hann varði tvö víti frá Chelsea í vítaspyrnukeppni. Miguel Reina sagðist vitanlega vera stoltur af stráknum en hann fer þó aldrei á leiki. „Ég vil frekar vera heima hjá mér ef ég reiðist eða eitthvað álíka," sagði hann. „Ég var stressaður í leiknum gegn Chelsea en þegar kom að vítaspyrnukeppninni varð ég rólegur því ég veit að Pepe er sá besti." Hann efaðist um að hann færi á úrslitaleikinn í Aþenu. Hann vildi frekar vera í faðmi fjölskyldunnar á heimili þeirra í Barcelona.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn