Jarðarbúar hafa ráð á að stöðva hlýnun 5. maí 2007 02:00 Öryggisvörður í Bangkok, þar sem vísindamenn hafa unnið að lokagerð þriðja hluta loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna, var með grímu fyrir vitum sér vegna mengunar í borginni. fréttablaðið/AP Jarðarbúar þurfa að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til þess að hægja á hlýnun jarðarinnar. Í þriðja hluta skýrslu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eru helstu leiðirnar að þessu marki sagðar vera þær að gera orkunotkun í byggingum og farartækjum hagkvæmari, nota endurnýjanlega orkugjafa í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti og gera verulegar umbætur á sviði skógræktar og landbúnaðs. Um tvö þúsund vísindamenn hafa setið á fundum í Bangkok í Taílandi undanfarna viku við að ganga frá lokatexta þriðja hluta nýjustu Loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í þessum þriðja hluta skýrslunnar er athyglinni beint að því hvaða leiðir eru færar til að draga úr hlýnun loftslags á jörðinni. Í fyrsta hlutanum, sem kom út í byrjun febrúar, var fjallað um hvaða þátt mannkynið á í hlýnun jarðarinnar, en í öðrum hlutanum, sem kom út í síðasta mánuði, var fjallað um áhrif hlýnunar á jarðríkið verði ekkert að gert. „Ef við höldum áfram því sem við erum að gera núna, þá erum við í miklum vanda staddir,“ sagði Ogunlade Davidson, annar tveggja formanna vísindahópsins sem vann að lokagerð skýrslunnar. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að mannkynið hefur yfir að ráða bæði nægu fjármagni og allri þeirri tækni sem þarf til að snúa þróuninni við. Verði ekkert að gert má hins vegar búast við að hiti hækki hratt með skelfilegum afleiðingum, fjölmargar dýrategundir muni útrýmast, yfirborð sjávar hækka, efnahagslífið væri í uppnámi og sums staðar yrðu þurrkar en annars staðar flóð. Vísindamennirnir gera það að tillögu sinni að árið 2015 verði útblástur gróðurhúsalofttegunda orðinn stöðugur og haldist í styrkleikahlutfallinu 445 ppm. Þannig megi koma í veg fyrir að hitinn hækki meira en tvær gráður að meðaltali. Ráðamenn margra Evrópuríkja fögnuðu skýrslunni í gær. Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, sem fer með formennsku bæði í Evrópusambandinu og G-8 ríkjahópnum, sagði skýrsluna sýna að „metnaðarfull umhverfisvernd sé efnahagslega framkvæmanleg,“ og bætti því við að það væri uppörvandi. Fyrstu viðbrögð frá bandarískum stjórnvöldum voru hins vegar þau, að markmiðin sem sett eru í skýrslunni muni „auðvitað valda alþjóðlegri efnahagskreppu, sem við væntanlega viljum forðast.“ Vísindi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Jarðarbúar þurfa að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til þess að hægja á hlýnun jarðarinnar. Í þriðja hluta skýrslu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eru helstu leiðirnar að þessu marki sagðar vera þær að gera orkunotkun í byggingum og farartækjum hagkvæmari, nota endurnýjanlega orkugjafa í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti og gera verulegar umbætur á sviði skógræktar og landbúnaðs. Um tvö þúsund vísindamenn hafa setið á fundum í Bangkok í Taílandi undanfarna viku við að ganga frá lokatexta þriðja hluta nýjustu Loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í þessum þriðja hluta skýrslunnar er athyglinni beint að því hvaða leiðir eru færar til að draga úr hlýnun loftslags á jörðinni. Í fyrsta hlutanum, sem kom út í byrjun febrúar, var fjallað um hvaða þátt mannkynið á í hlýnun jarðarinnar, en í öðrum hlutanum, sem kom út í síðasta mánuði, var fjallað um áhrif hlýnunar á jarðríkið verði ekkert að gert. „Ef við höldum áfram því sem við erum að gera núna, þá erum við í miklum vanda staddir,“ sagði Ogunlade Davidson, annar tveggja formanna vísindahópsins sem vann að lokagerð skýrslunnar. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að mannkynið hefur yfir að ráða bæði nægu fjármagni og allri þeirri tækni sem þarf til að snúa þróuninni við. Verði ekkert að gert má hins vegar búast við að hiti hækki hratt með skelfilegum afleiðingum, fjölmargar dýrategundir muni útrýmast, yfirborð sjávar hækka, efnahagslífið væri í uppnámi og sums staðar yrðu þurrkar en annars staðar flóð. Vísindamennirnir gera það að tillögu sinni að árið 2015 verði útblástur gróðurhúsalofttegunda orðinn stöðugur og haldist í styrkleikahlutfallinu 445 ppm. Þannig megi koma í veg fyrir að hitinn hækki meira en tvær gráður að meðaltali. Ráðamenn margra Evrópuríkja fögnuðu skýrslunni í gær. Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, sem fer með formennsku bæði í Evrópusambandinu og G-8 ríkjahópnum, sagði skýrsluna sýna að „metnaðarfull umhverfisvernd sé efnahagslega framkvæmanleg,“ og bætti því við að það væri uppörvandi. Fyrstu viðbrögð frá bandarískum stjórnvöldum voru hins vegar þau, að markmiðin sem sett eru í skýrslunni muni „auðvitað valda alþjóðlegri efnahagskreppu, sem við væntanlega viljum forðast.“
Vísindi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira