Endurspeglar ekki hluthafahópinn 23. mars 2007 06:00 Nokkur breyting verður á stjórn Icelandic Group sem verður kjörin í dag á aðalfundi félagsins. Athygli vekur að enginn frá fjárfestingarfélaginu ISP býður sig fram til stjórnar. Félagið, sem er dótturfélag TM, er fjórði stærsti hluthafinn í Icelandic Group. Það heldur utan um 12,4 prósenta hlut í Icelandic Group og ætti því venjum samkvæmt að hafa fulltrúa í stjórn. Í nýrri stjórn verður sem fyrr Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Hf. Eimskipafélags Íslands. Hann heldur að öllum líkindum áfram stjórnarformennsku hjá Icelandic Group. Þeir Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, og Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, sitja einnig áfram. Nýir koma inn þeir Guðmundur P. Davíðsson, forstöðumaður hjá Landsbankanum, og Steingrímur H. Pétursson, sem verið hefur varamaður í stjórn félagsins.Erfitt verk fyrir höndumÚr stjórn Icelandic Group fara þeir Jón Kristjánsson, einn eigenda fjárfestingarfélagsins Sunds, og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, fyrrverandi stjórnarformaður Icelandic Group og stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar. Baldur Guðnason, sem situr áfram í stjórn Icelandic Group, telur ekkert athugavert við að frambjóðanda frá ISP skorti til stjórnarsetunnar.Stærstu hluthafarnir virðist hafa „komið sér saman um hæfa einstaklinga í stjórnina sem gætu unnið vel saman og stutt við framtíð félagsins". Rík þörf er á stuðningi við framtíð Icelandic Group. Rekstur félagsins hefur gengið dapurlega að undanförnu. Meðal tillagna sem liggja fyrir aðalfundinum í dag er að enginn arður verði greiddur til hluthafa fyrir síðasta ár. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess að félagið tapaði 1.078 milljónum króna á síðasta ári. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Nokkur breyting verður á stjórn Icelandic Group sem verður kjörin í dag á aðalfundi félagsins. Athygli vekur að enginn frá fjárfestingarfélaginu ISP býður sig fram til stjórnar. Félagið, sem er dótturfélag TM, er fjórði stærsti hluthafinn í Icelandic Group. Það heldur utan um 12,4 prósenta hlut í Icelandic Group og ætti því venjum samkvæmt að hafa fulltrúa í stjórn. Í nýrri stjórn verður sem fyrr Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Hf. Eimskipafélags Íslands. Hann heldur að öllum líkindum áfram stjórnarformennsku hjá Icelandic Group. Þeir Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, og Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, sitja einnig áfram. Nýir koma inn þeir Guðmundur P. Davíðsson, forstöðumaður hjá Landsbankanum, og Steingrímur H. Pétursson, sem verið hefur varamaður í stjórn félagsins.Erfitt verk fyrir höndumÚr stjórn Icelandic Group fara þeir Jón Kristjánsson, einn eigenda fjárfestingarfélagsins Sunds, og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, fyrrverandi stjórnarformaður Icelandic Group og stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar. Baldur Guðnason, sem situr áfram í stjórn Icelandic Group, telur ekkert athugavert við að frambjóðanda frá ISP skorti til stjórnarsetunnar.Stærstu hluthafarnir virðist hafa „komið sér saman um hæfa einstaklinga í stjórnina sem gætu unnið vel saman og stutt við framtíð félagsins". Rík þörf er á stuðningi við framtíð Icelandic Group. Rekstur félagsins hefur gengið dapurlega að undanförnu. Meðal tillagna sem liggja fyrir aðalfundinum í dag er að enginn arður verði greiddur til hluthafa fyrir síðasta ár. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess að félagið tapaði 1.078 milljónum króna á síðasta ári.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira