Leiðandi í lyfjadreifingu 28. febrúar 2007 00:01 Gylfi Rútsson, framkvæmdastjóri Distica Gylfi segir uppskiptingu Vistor í tvö félög hafa gefið Distica kjörið tækifæri til að auka enn sérhæfingu fyrirtækisins og gefa henni meira vægi með því að dreifa fyrir fleiri aðila. MYND/GVA Um áramótin síðustu tók Gylfi Rútsson við stjórnartaumum nýja innflutnings- og dreifingarfyrirtækisins Distica. Félagið varð til við skiptingu Vistor hf. í tvö félög. Framvegis mun Vistor einbeita sér að markaðsstarfi fyrir umbjóðendur sína á lyfja- og heilbrigðismarkaði. Distica verður hins vegar sérhæft í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu á lyfjum, heilsuvörum, dýraheilbrigðisvörum, sem og vörum fyrir heilbrigðisþjónustur og rannsóknarstofur. Áður en Gylfi réði sig til starfa hjá Vistor, þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs í fjögur ár, var hann fjármálastjóri hjá Tali í fjögur ár og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Tæknivals í átta ár. Þrátt fyrir að vera mjög reyndur á sviði fjármálanna er hann útskrifaður af markaðssviði viðskiptafræðinnar og hóf reyndar starfsferil sinn á markaðsdeild fjármögnunarfyrirtækisins Glitnis. „Þar má segja að ég hafi verið að selja og markaðssetja peninga og hafi þannig sogast inn í peningamálin," segir Gylfi. Hann segist þó fyrst og fremst vera rekstrarmaður og það henti honum því vel að stjórna því rekstrarverkefni sem Distica er.Fjölmörg tækifæri á dreifingarmarkaðiGylfi segir að lyfja- og heilbrigðismarkaðurinn sé í raun tveir markaðir. Annars vegar sölu- og markaðshlutinn og hins vegar dreifingarhlutinn. Tvær aðalástæður séu fyrir því að Vistor hafi verið skipt upp í tvö félög.Vistor og forverar þess hefðu fram til þessa einungis dreift vörum fyrir sína umbjóðendur og því í raun ekki keppt nema á hluta dreifingarmarkaðarins. Uppskipting félaganna hafi gefið kjörið tækifæri til þess að auka enn sérhæfingu fyrirtækisins og gefa henni meira vægi með því að dreifa fyrir fleiri aðila. „Við höfum látið gera fyrir okkur kannanir árlega í nokkurn tíma sem sýna að við veitum góða þjónustu að mati viðskiptavina okkar. Af þeim niðurstöðum sáum við að við ættum að geta nýtt sérþekkingu okkar betur. Enn fremur var Distica að taka yfir dreifingu á vörum Actavis um áramótin. Þar sem Actavis er stór og þekktur framleiðandi samheitalyfja en Vistor fulltrúi frumlyfjaframleiðenda erum við að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra."Distica sér áfram um dreifingu fyrir umbjóðendur Vistor en sér nú einnig um dreifingu fyrir önnur fyrirtæki. Áætluð ársvelta Distica félagsins er 8,3 milljarðar króna og félagið hefur um 61 prósents hlutdeild á lyfjadreifingarmarkaðnum.Flókinn markaður og sérstakar vörurAðalkeppinautur Distica hefur tæplega 35 prósenta hlutdeild á markaðnum. Gylfi segir þetta dæmigert mynstur fyrir markað af þessum toga. Á hinum Norðurlöndunum berjist líka tveir stórir aðilar um mestan hluta markaðarins. „Ástæðan fyrir þessu er að fyrirtæki sem dreifa og meðhöndla lyf þurfa að uppfylla miklar kröfur og mikið regluverk. Við þurfum að hafa leyfi fyrir innflutningi og heildsöludreifingu á lyfjum. Þá þurfum við einnig að hafa framleiðsluleyfi þar sem við sjáum um að setja íslenskar merkingar og leiðbeiningar í vöruna þar sem þær eru ekki fyrir hendi. Þar að auki er þessi vara sérstök og hana þarf að meðhöndla á mjög sérhæfðan hátt. Vörurnar eru viðkvæmar og þær verður að geyma og flytja við rétt skilyrði, til dæmis hvað varðar hita, raka og birtu."Distica hefur verið með ISO 9001 gæðavottun undanfarin tíu ár. Þetta segir Gylfi hafa skilað sér á margvíslegan hátt til rekstursins. Bæði í auknu afhendingaröryggi, færri villum í afgreiðslu og betri frammistöðu við afgreiðslu. Þá segir hann kerfið hjálpa til við að uppfylla rétta og eftirsóknarverða afgreiðsluhætti sem félagið leitist við að framfylgja. Í því felist að afhenda rétta vöru, í réttu magni, í réttu ástandi og á réttum tíma.„Starfsmannavelta Distica er mjög lág og margir af þeim fimmtíu starfsmönnum sem starfa hjá fyrirtækinu hafa verið þar lengi. Við höfum á að skipa góðu, hæfu og vel þjálfuðu starfsfólki með mikla reynslu í þessari starfsemi," segir Gylfi. Stefnubreytingin sem varð nú um áramótin var þó ný af nálinni og Gylfi segir starfsfólk fyrirtækisins taka breytingunum vel.„Þetta er að sjálfsögðu mikil áskorun þar sem starfsemin hefur aukist mikið á stuttum tíma. En það hefur bara eflt baráttuandann í mannskapnum og við ætlum áfram að veita afburða þjónustu á þessum markaði." Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Um áramótin síðustu tók Gylfi Rútsson við stjórnartaumum nýja innflutnings- og dreifingarfyrirtækisins Distica. Félagið varð til við skiptingu Vistor hf. í tvö félög. Framvegis mun Vistor einbeita sér að markaðsstarfi fyrir umbjóðendur sína á lyfja- og heilbrigðismarkaði. Distica verður hins vegar sérhæft í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu á lyfjum, heilsuvörum, dýraheilbrigðisvörum, sem og vörum fyrir heilbrigðisþjónustur og rannsóknarstofur. Áður en Gylfi réði sig til starfa hjá Vistor, þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs í fjögur ár, var hann fjármálastjóri hjá Tali í fjögur ár og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Tæknivals í átta ár. Þrátt fyrir að vera mjög reyndur á sviði fjármálanna er hann útskrifaður af markaðssviði viðskiptafræðinnar og hóf reyndar starfsferil sinn á markaðsdeild fjármögnunarfyrirtækisins Glitnis. „Þar má segja að ég hafi verið að selja og markaðssetja peninga og hafi þannig sogast inn í peningamálin," segir Gylfi. Hann segist þó fyrst og fremst vera rekstrarmaður og það henti honum því vel að stjórna því rekstrarverkefni sem Distica er.Fjölmörg tækifæri á dreifingarmarkaðiGylfi segir að lyfja- og heilbrigðismarkaðurinn sé í raun tveir markaðir. Annars vegar sölu- og markaðshlutinn og hins vegar dreifingarhlutinn. Tvær aðalástæður séu fyrir því að Vistor hafi verið skipt upp í tvö félög.Vistor og forverar þess hefðu fram til þessa einungis dreift vörum fyrir sína umbjóðendur og því í raun ekki keppt nema á hluta dreifingarmarkaðarins. Uppskipting félaganna hafi gefið kjörið tækifæri til þess að auka enn sérhæfingu fyrirtækisins og gefa henni meira vægi með því að dreifa fyrir fleiri aðila. „Við höfum látið gera fyrir okkur kannanir árlega í nokkurn tíma sem sýna að við veitum góða þjónustu að mati viðskiptavina okkar. Af þeim niðurstöðum sáum við að við ættum að geta nýtt sérþekkingu okkar betur. Enn fremur var Distica að taka yfir dreifingu á vörum Actavis um áramótin. Þar sem Actavis er stór og þekktur framleiðandi samheitalyfja en Vistor fulltrúi frumlyfjaframleiðenda erum við að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra."Distica sér áfram um dreifingu fyrir umbjóðendur Vistor en sér nú einnig um dreifingu fyrir önnur fyrirtæki. Áætluð ársvelta Distica félagsins er 8,3 milljarðar króna og félagið hefur um 61 prósents hlutdeild á lyfjadreifingarmarkaðnum.Flókinn markaður og sérstakar vörurAðalkeppinautur Distica hefur tæplega 35 prósenta hlutdeild á markaðnum. Gylfi segir þetta dæmigert mynstur fyrir markað af þessum toga. Á hinum Norðurlöndunum berjist líka tveir stórir aðilar um mestan hluta markaðarins. „Ástæðan fyrir þessu er að fyrirtæki sem dreifa og meðhöndla lyf þurfa að uppfylla miklar kröfur og mikið regluverk. Við þurfum að hafa leyfi fyrir innflutningi og heildsöludreifingu á lyfjum. Þá þurfum við einnig að hafa framleiðsluleyfi þar sem við sjáum um að setja íslenskar merkingar og leiðbeiningar í vöruna þar sem þær eru ekki fyrir hendi. Þar að auki er þessi vara sérstök og hana þarf að meðhöndla á mjög sérhæfðan hátt. Vörurnar eru viðkvæmar og þær verður að geyma og flytja við rétt skilyrði, til dæmis hvað varðar hita, raka og birtu."Distica hefur verið með ISO 9001 gæðavottun undanfarin tíu ár. Þetta segir Gylfi hafa skilað sér á margvíslegan hátt til rekstursins. Bæði í auknu afhendingaröryggi, færri villum í afgreiðslu og betri frammistöðu við afgreiðslu. Þá segir hann kerfið hjálpa til við að uppfylla rétta og eftirsóknarverða afgreiðsluhætti sem félagið leitist við að framfylgja. Í því felist að afhenda rétta vöru, í réttu magni, í réttu ástandi og á réttum tíma.„Starfsmannavelta Distica er mjög lág og margir af þeim fimmtíu starfsmönnum sem starfa hjá fyrirtækinu hafa verið þar lengi. Við höfum á að skipa góðu, hæfu og vel þjálfuðu starfsfólki með mikla reynslu í þessari starfsemi," segir Gylfi. Stefnubreytingin sem varð nú um áramótin var þó ný af nálinni og Gylfi segir starfsfólk fyrirtækisins taka breytingunum vel.„Þetta er að sjálfsögðu mikil áskorun þar sem starfsemin hefur aukist mikið á stuttum tíma. En það hefur bara eflt baráttuandann í mannskapnum og við ætlum áfram að veita afburða þjónustu á þessum markaði."
Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira