Örmynt sem ekki fótar sig í sviptibyljum alþjóðlegs markaðar 21. febrúar 2007 05:30 Heldur hallaði á krónuna á málþingi sem nemendafélag viðskiptafræðinema við Háskólann í Reykjavík boðaði nýverið til undir yfirskriftinni „Evran eða krónan". Frummælendur á þinginu voru fjórir: Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild HR, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbanka Íslands, Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild HR, og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Í máli Ólafs kom fram að núverandi ástand peningastjórnunar væri ekki nógu gott og huga bæri að öðrum lausnum og opinni umræðu. Ljóst var hins vegar á máli Yngva Arnar að hann telur evruna tæpast lausnina og bendir á að hátt vaxtastig hér megi að hluta rekja til skipulagsklúðurs peningastefnunnar, sem þýði að stýrivexir Seðlabankans miðlist ekki sem skyldi út í vaxtaróf bankanna. Telur hann endurbóta þörf á miðlunarferli peningamálastefnunnar þannig að hún hafi áhrif á verðtryggða vexti á markaðnum ekki bara óverðtryggða.Efnahagsleg spennitreyjaYngvi bendir á að evrutenging feli vissulega í sér stöðugt gengi gagnvart evru, en ekki fastgengi gagnvart öðrum gjaldmiðum. Hann bendir á að samkvæmt nýjustu mælingum Seðlabankans sé þröngt vægi evrulanda í vöru- og þjónustuviðskiptum landsins metið 42 prósent, 50 prósent ef Danmörk er talin með, en gengi dönsku krónunnar er bundið við evruna. „Hins vegar eru allir sammála um að í þessari mælingu sé vægi Evrópu-myntanna ofmetið vegna þess að mjög mörg alþjóðaviðskipti eru í raun verðlögð út frá dollurum," segir hann og bendir á að á líftíma sínum hafi evran sveiflast töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum.„Aðild að evru myndi held ég ekki tryggja að verðlag og laun gætu hér ekki vaxið hraðar umtalsvert hraðar en verðbólgumarkmiðin í Evrópusambandinu. Miðað við efnahagsaðstæður og horfur hér á landi eru líkur á því að verðlag og verðmæti hér vaxi hraðar á komandi árum vegna mikils hagvaxtar og því myndi tenging við evruna leiða íslenskt efnahagslíf inn í einhvers konar spennitreyju þar sem kostnaðarskilyrði hér yrðu frekar erfið."Yngvi segir því ljóst að aðild að evrunni tryggi ekki stöðugt gengi nema gagnvart hluta af viðskiptalöndum okkar, ólíklegt sé að evruhagstjórn henti okkur, hún sé hvorki ávísun á stöðugt verðlag né raungengi og ef við færum inn í evruna væri líklegt að landið lenti í efnahagslegri spennitreyju. „Forsendur þess að við gætum gerst aðilar að evrusamstarfinu væru að við næðum að lokum góðum tökum á stjórn efnahagsmála, en hafa verður í huga að slíkt væri líka nauðsynlegt og nægileg skilyrði til að við gætum lifað við tiltölulega stöðugt gengi krónunnar."Fordómalaus umræðaÓlafur Ísleifsson hvatti í máli sínu til fordómalausrar umræðu um gengismál hér og kallaði eftir hlutlausri úttekt þar sem metinn yrði kostnaður við að taka upp evru og borinn saman við kostnað sem því fylgdi að búa við núverandi kerfi áfram. Hann bendir á að verðbólgumarkmið með fljótandi gengi sem hér var tekið upp árið 2001 hafi í raun verið „þvingaður leikur" og mætti kalla tilraun þar sem slíkt hafi ekki verið reynt í jafnlitlu hagkerfi áður.„Og árangurinn liggur fyrir," segir Ólafur. „Háir vextir, mikill vaxtamunur við útlönd, óstöðugleiki í gengi krónunnar, óviðunandi viðskiptahalli, hættumerki á vettvangi fjármálastöðugleika." Þarna segir hann kominn aðdraganda þeirra efasemda sem vart verði víðs vegar í þjóðfélaginu um ágæti núverandi fyrirkomulags.Hann segir krónuskýrslu Viðskiptaráðs Íslands snemma á síðasta ári hafa markað tímamót í umræðunni um gjaldeyrismál þjóðarinnar. „Niðurstaðan var að kostirnir í gengismálum væru tveir. Halda sig við fyrirkomulagið sem er, eða taka upp evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu." Hann segir ljóst að í atvinnulífinu sé mikil gerjun tengd gjaldeyrismálum og ýmis fyrirtæki hafi þegar gripið til þess ráðs að velja evru sem uppgjörsmynt og hugi nú að því að taka hana líka upp sem kauphallar-mynt. Hann leggur þó áherslu á að menn forðist klisjur í umræðunni og bendir á að evran leysi engan vanda ein og sér, heldur sé hún skipulagslegt atriði og umgjörð um atvinnulífið. Fullyrðinguna um að krónan sé ekki vandinn heldur hagstjórnin segir hann vera eina klisjuna. „Þetta tel ég rangt. Vandinn er hagstjórnin og krónan, ekki bara að hagstjórnin hafi hér ekki verið sem skyldi. Við verðum að horfast í augu við að krónan er örmynt sem á erfitt með að fóta sig í þessum sviptibyljum sem ganga yfir alþjóðlegan markað."Evra þýðir ESBAðalsteinn Leifsson, lektor við HR, og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, gengu svo heldur lengra í Evrópuátt í erindum sínum. Þannig telur Aðalsteinn ráð að huga þegar að Evrópusambandsaðild og bendir á að aðstæður séu um margt breyttar. Þannig hafi meira að segja nýverið komið fram að Íslendingar myndu halda fullum yfirráðum yfir sjávarútvegi sínum, jafnvel þótt gengið yrði til samstarfsins án þess að nokkrar breytingar yrðu gerðar á sjávar-útvegsstefnu Evrópusambandsins.Aðalsteinn segir ljóst að sú leið að taka upp evru með einhliða ákvörðun sé í raun ófær þar sem hún væri bæði kostnaðarsöm og skorti trúverðugleika. Þá telur hann ekki líkur á séraðild að myntsambandinu því sögulegar ástæður standi að baki þeim samningum sem þegar hafi verið gerðir um slíkt og standi ekki til að bæta í þann hóp. Hann setur því samasemmerki milli þess að taka upp evru og ganga í ESB. „Evrópusambandsaðild er eðlileg þróun í alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs," segir Aðalsteinn. Bjarni Már segir svo rétt að horfa til annarra möguleika en krónunnar því peningastefnan sem hér sé rekin hafi ekki skilað því sem vonast hafi verið til. Hann bendir á að Samtök iðnaðarins hafi stutt allan Evrópusamruna, allt frá árinu 1970, og vísar sérstaklega til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. „Þetta hefur iðnaðurinn gert þrátt fyrir að það hafi verið sumum greinum hans erfitt," segir hann og bendir á að í heild sinni hafi iðnaðurinn staðið sterkari eftir.Bjarni telur ljóst að peningastefna Seðlabankans sé ekki að skila sínu og framkvæmd hennar vinni gegn eigin markmiðum. Hann bendir á að bankanum hafi ekki tekist að ná tökum á verðbólgu, einkaneysla hafi ekki dregist saman, sparnaður ekki aukist, hlutabréfaverð ekki lækkað og ekki dregið úr lántökum þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans. „Svo er Seðlabankinn kominn í þá stöðu að eiga erfitt með að lækka vexti á ný, því geri hann það lækkar gengi krónunnar væntanlega," segir hann og telur afleiðinguna að erlendir bankar yfirgefi stöður sínar í krónubréfaútgáfu. „Hvað gerist þá? Gengið fellur og verðbólgan eykst." Þá segir Bjarni ekki hægt að svara spurningunni um hvort evran hefði hentað í hagsveiflum fortíðar.„Mér finnst eins og Davíð Oddsson seðlabankastjóri fari fremstur í flokki þeirra sem horfa í baksýnisspegilinn," segir Bjarni Már og hvetur til þess að fremur sé horft fram á veginn og mótuð stefna til framtíðar. „Evran og Evrópusambandið eitt og sér eru ekki markmið í sjálfu sér. Markmiðið er fyrst og fremst að við getum búið við þau skilyrði sem við teljum að upptaka evru og Evrópusambandið geti fært okkur. Með því móti teljum við að hér megi skapa stöðugan, viðvarandi og sjálfbæran hagvöxt sem ekki er fenginn að láni í útlöndum, eins og stór hluti þess hagvaxtar sem hér hefur verið við lýði síðustu misseri." Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Heldur hallaði á krónuna á málþingi sem nemendafélag viðskiptafræðinema við Háskólann í Reykjavík boðaði nýverið til undir yfirskriftinni „Evran eða krónan". Frummælendur á þinginu voru fjórir: Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild HR, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbanka Íslands, Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild HR, og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Í máli Ólafs kom fram að núverandi ástand peningastjórnunar væri ekki nógu gott og huga bæri að öðrum lausnum og opinni umræðu. Ljóst var hins vegar á máli Yngva Arnar að hann telur evruna tæpast lausnina og bendir á að hátt vaxtastig hér megi að hluta rekja til skipulagsklúðurs peningastefnunnar, sem þýði að stýrivexir Seðlabankans miðlist ekki sem skyldi út í vaxtaróf bankanna. Telur hann endurbóta þörf á miðlunarferli peningamálastefnunnar þannig að hún hafi áhrif á verðtryggða vexti á markaðnum ekki bara óverðtryggða.Efnahagsleg spennitreyjaYngvi bendir á að evrutenging feli vissulega í sér stöðugt gengi gagnvart evru, en ekki fastgengi gagnvart öðrum gjaldmiðum. Hann bendir á að samkvæmt nýjustu mælingum Seðlabankans sé þröngt vægi evrulanda í vöru- og þjónustuviðskiptum landsins metið 42 prósent, 50 prósent ef Danmörk er talin með, en gengi dönsku krónunnar er bundið við evruna. „Hins vegar eru allir sammála um að í þessari mælingu sé vægi Evrópu-myntanna ofmetið vegna þess að mjög mörg alþjóðaviðskipti eru í raun verðlögð út frá dollurum," segir hann og bendir á að á líftíma sínum hafi evran sveiflast töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum.„Aðild að evru myndi held ég ekki tryggja að verðlag og laun gætu hér ekki vaxið hraðar umtalsvert hraðar en verðbólgumarkmiðin í Evrópusambandinu. Miðað við efnahagsaðstæður og horfur hér á landi eru líkur á því að verðlag og verðmæti hér vaxi hraðar á komandi árum vegna mikils hagvaxtar og því myndi tenging við evruna leiða íslenskt efnahagslíf inn í einhvers konar spennitreyju þar sem kostnaðarskilyrði hér yrðu frekar erfið."Yngvi segir því ljóst að aðild að evrunni tryggi ekki stöðugt gengi nema gagnvart hluta af viðskiptalöndum okkar, ólíklegt sé að evruhagstjórn henti okkur, hún sé hvorki ávísun á stöðugt verðlag né raungengi og ef við færum inn í evruna væri líklegt að landið lenti í efnahagslegri spennitreyju. „Forsendur þess að við gætum gerst aðilar að evrusamstarfinu væru að við næðum að lokum góðum tökum á stjórn efnahagsmála, en hafa verður í huga að slíkt væri líka nauðsynlegt og nægileg skilyrði til að við gætum lifað við tiltölulega stöðugt gengi krónunnar."Fordómalaus umræðaÓlafur Ísleifsson hvatti í máli sínu til fordómalausrar umræðu um gengismál hér og kallaði eftir hlutlausri úttekt þar sem metinn yrði kostnaður við að taka upp evru og borinn saman við kostnað sem því fylgdi að búa við núverandi kerfi áfram. Hann bendir á að verðbólgumarkmið með fljótandi gengi sem hér var tekið upp árið 2001 hafi í raun verið „þvingaður leikur" og mætti kalla tilraun þar sem slíkt hafi ekki verið reynt í jafnlitlu hagkerfi áður.„Og árangurinn liggur fyrir," segir Ólafur. „Háir vextir, mikill vaxtamunur við útlönd, óstöðugleiki í gengi krónunnar, óviðunandi viðskiptahalli, hættumerki á vettvangi fjármálastöðugleika." Þarna segir hann kominn aðdraganda þeirra efasemda sem vart verði víðs vegar í þjóðfélaginu um ágæti núverandi fyrirkomulags.Hann segir krónuskýrslu Viðskiptaráðs Íslands snemma á síðasta ári hafa markað tímamót í umræðunni um gjaldeyrismál þjóðarinnar. „Niðurstaðan var að kostirnir í gengismálum væru tveir. Halda sig við fyrirkomulagið sem er, eða taka upp evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu." Hann segir ljóst að í atvinnulífinu sé mikil gerjun tengd gjaldeyrismálum og ýmis fyrirtæki hafi þegar gripið til þess ráðs að velja evru sem uppgjörsmynt og hugi nú að því að taka hana líka upp sem kauphallar-mynt. Hann leggur þó áherslu á að menn forðist klisjur í umræðunni og bendir á að evran leysi engan vanda ein og sér, heldur sé hún skipulagslegt atriði og umgjörð um atvinnulífið. Fullyrðinguna um að krónan sé ekki vandinn heldur hagstjórnin segir hann vera eina klisjuna. „Þetta tel ég rangt. Vandinn er hagstjórnin og krónan, ekki bara að hagstjórnin hafi hér ekki verið sem skyldi. Við verðum að horfast í augu við að krónan er örmynt sem á erfitt með að fóta sig í þessum sviptibyljum sem ganga yfir alþjóðlegan markað."Evra þýðir ESBAðalsteinn Leifsson, lektor við HR, og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, gengu svo heldur lengra í Evrópuátt í erindum sínum. Þannig telur Aðalsteinn ráð að huga þegar að Evrópusambandsaðild og bendir á að aðstæður séu um margt breyttar. Þannig hafi meira að segja nýverið komið fram að Íslendingar myndu halda fullum yfirráðum yfir sjávarútvegi sínum, jafnvel þótt gengið yrði til samstarfsins án þess að nokkrar breytingar yrðu gerðar á sjávar-útvegsstefnu Evrópusambandsins.Aðalsteinn segir ljóst að sú leið að taka upp evru með einhliða ákvörðun sé í raun ófær þar sem hún væri bæði kostnaðarsöm og skorti trúverðugleika. Þá telur hann ekki líkur á séraðild að myntsambandinu því sögulegar ástæður standi að baki þeim samningum sem þegar hafi verið gerðir um slíkt og standi ekki til að bæta í þann hóp. Hann setur því samasemmerki milli þess að taka upp evru og ganga í ESB. „Evrópusambandsaðild er eðlileg þróun í alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs," segir Aðalsteinn. Bjarni Már segir svo rétt að horfa til annarra möguleika en krónunnar því peningastefnan sem hér sé rekin hafi ekki skilað því sem vonast hafi verið til. Hann bendir á að Samtök iðnaðarins hafi stutt allan Evrópusamruna, allt frá árinu 1970, og vísar sérstaklega til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. „Þetta hefur iðnaðurinn gert þrátt fyrir að það hafi verið sumum greinum hans erfitt," segir hann og bendir á að í heild sinni hafi iðnaðurinn staðið sterkari eftir.Bjarni telur ljóst að peningastefna Seðlabankans sé ekki að skila sínu og framkvæmd hennar vinni gegn eigin markmiðum. Hann bendir á að bankanum hafi ekki tekist að ná tökum á verðbólgu, einkaneysla hafi ekki dregist saman, sparnaður ekki aukist, hlutabréfaverð ekki lækkað og ekki dregið úr lántökum þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans. „Svo er Seðlabankinn kominn í þá stöðu að eiga erfitt með að lækka vexti á ný, því geri hann það lækkar gengi krónunnar væntanlega," segir hann og telur afleiðinguna að erlendir bankar yfirgefi stöður sínar í krónubréfaútgáfu. „Hvað gerist þá? Gengið fellur og verðbólgan eykst." Þá segir Bjarni ekki hægt að svara spurningunni um hvort evran hefði hentað í hagsveiflum fortíðar.„Mér finnst eins og Davíð Oddsson seðlabankastjóri fari fremstur í flokki þeirra sem horfa í baksýnisspegilinn," segir Bjarni Már og hvetur til þess að fremur sé horft fram á veginn og mótuð stefna til framtíðar. „Evran og Evrópusambandið eitt og sér eru ekki markmið í sjálfu sér. Markmiðið er fyrst og fremst að við getum búið við þau skilyrði sem við teljum að upptaka evru og Evrópusambandið geti fært okkur. Með því móti teljum við að hér megi skapa stöðugan, viðvarandi og sjálfbæran hagvöxt sem ekki er fenginn að láni í útlöndum, eins og stór hluti þess hagvaxtar sem hér hefur verið við lýði síðustu misseri."
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira