Selur Íslendingum sælkerafæði 14. febrúar 2007 00:01 Muriel Claude Daniele Léglise Muriel Léglise bjó í Lúxemborg um síðustu aldamót og starfaði hjá Evrópuráðinu. Þar deildi hún íbúð með tveimur íslenskum stelpum og varð þeim vel til vina. Þessar vinkonur hennar voru hvatinn að því að hún heimsótti Ísland. Að eigin sögn fékk hún svo góða tilfinningu fyrir landinu að hún var flutt hingað með allt sitt hafurtask innan við ári síðar. Innan skamms kynntist hún eiginmanni sínum, Sigurði Grétari Halldórssyni, framkvæmdastjóra Netvistunar, og hóf fljótlega nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún gerði hlé á námi sínu þegar hún fékk þær fréttir að hún væri ófrísk að tvíburum. Eignaðist hún tvo heilbrigða drengi og bætti svo um betur nokkru síðar og bætti stelpu í hópinn. Í síðustu viku útskrifaðist hún með diplómagráðu í alþjóðaviðskiptum við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.Konfekt og gæsalifurMuriel ólst upp við það að móðir hennar dvaldi klukkutímunum saman í eldhúsinu til að nostra við sunnudagsmatinn. Að borða var ekki bara til þess að næra sig heldur fyrst og fremst til þess að njóta bragðsins og samverunnar. Á Íslandi þótti henni skorta á bæði þekkingu og þjónustu Íslendinga þegar kom að evrópskum sælkeravörum. Eitt þótti henni öðru fremur vanta – alvöru hágæðakonfekt frá föðurlandinu Belgíu. Til að ráða bót á þessum skorti og til að kynna alvöru sælkerafæði fyrir Íslendingum stofnaði Muriel því sitt eigið fyrirtæki sem fékk nafnið Veislumeistarinn. Til að byrja með flutti Muriel eingöngu inn hágæðakonfekt. Fljótlega vatt starfsemin upp á sig og í dag flytur hún ýmsar tegundir af sælkera-mat inn til landsins til viðbótar við konfektið. Má þar nefna gæsalifur, eða foie gras, af bestu gerð og belgíska sælgætið Dragée. Vörurnar hefur hún til sölu meðal annars í Vínberinu á Laugavegi, Ostabúðinni á Skólavörðustíg, verslunum Fylgifiska, Sandholt bakaríi, Gallery kjöti og í Mosfellsbakaríi. Hún stefnir nú á að auka enn við þjónustuna og gæði varanna, meðal annars með því að kaupa vörurnar beint af framleiðendunum án þess að notast við milliliði.Starfsemi Veislumeistarans snýst um fleira en innflutning. Muriel býður veisluráðgjöf fyrir skírnarveislur, fermingar, brúðkaup og aðra stórviðburði. Hún hefur einnig átt í samstarfi við Stéphane Aubergy, franskan víninnflytjanda sem rekur fyrirtækið Vínekruna. Saman bjóða þau einstaklingum og fyrirtækjum upp á kynningu undir nafninu „Vín og súkkulaði“. Hún segir marga Íslendinga ekki gera sér grein fyrir því að súkkulaði og vín fari afbragðs vel saman, sé það rétt saman sett.Auk þess að leiða Íslendinga í allan sannleika um belgískan sælkeramat er Muriel formaður Félags frönskumælandi á Íslandi. Það er sífellt stækkandi hópur fólks sem hittist mánaðarlega með það eitt að markmiði að tala frönsku og skemmta sér. Þetta segir hún bæði mikilvægt þar sem mikið er af blönduðum hjónaböndum hér þar sem börnin eru tvítyngd. Hollt sé fyrir þau að sjá að fleiri fjölskyldur búa við svipaðar aðstæður. Þá fari frönskumælandi Íslendingum jafnframt fjölgandi í hópnum. Belgar eru sjálfsagt í minnihluta í hópnum en samkvæmt tölum frá Hagstofunni búa einungis 94 Belgar hér á landi.Pollagallar og fiskbúðirTalsverð viðskipti eru milli Belgíu og Íslands. Upplýsingar frá Hagstofunni sýna að á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2006 voru fluttar vörur hingað til lands frá Belgíu fyrir rúma sex milljarða króna. Er þar fyrst og fremst um að ræða matvæli af ýmsu tagi, plöntur, vefnaðarvörur og fatnað. Frá Íslandi til Belgíu fer meðal annars lambakjöt, fiskmeti og álblendi og á tímabilinu voru fluttar út vörur fyrir 4,3 milljarða króna.„Pollagallar!“ er það fyrsta sem Muriel dettur í hug, sem svar við því hvaða íslensku vörur Belgar myndu helst kunna að meta. Þegar hún kom hingað til lands varð hún nefnilega frá sér numin af hrifningu þegar hún sá fyrst slíkar flíkur. „Í Belgíu eru ekki til pollagallar. Það er í raun mjög skrýtið því það rignir mikið þar.“Belgíska hagkerfið telst mjög opið og hefur á undanförnum árum þróast út í að vera mikið þjónustuhagkerfi. Belgía er eitt af upphafsríkjum Evrópusambandsins og þar er hin eiginlega höfuðborg Evrópu, Brussel. Íbúar landsins eru upp til hópa miklir Evrópusinnar. Þrátt fyrir það telur Muriel belgíska markaðinn nokkuð erfiðan. Bæði sé samkeppnin um hylli neytenda mikil og markaðurinn því sem næst mettaður á öllum sviðum. Hún telur þó eina hugmynd geta vel átt upp á pallborðið hjá belgískum neytendum – íslenskar sælkerafiskbúðir. „Það er mjög erfitt að fá ferskan fisk í Belgíu. Hann er oft meira en viku gamall þegar hann loksins kemst til neytandans. Það myndi því örugglega slá í gegn ef eitthvert stórfyrirtæki frá Íslandi tæki sig til og opnaði margar litlar fiskbúðir í Belgíu sem seldu ferskan fisk.“ Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Muriel Léglise bjó í Lúxemborg um síðustu aldamót og starfaði hjá Evrópuráðinu. Þar deildi hún íbúð með tveimur íslenskum stelpum og varð þeim vel til vina. Þessar vinkonur hennar voru hvatinn að því að hún heimsótti Ísland. Að eigin sögn fékk hún svo góða tilfinningu fyrir landinu að hún var flutt hingað með allt sitt hafurtask innan við ári síðar. Innan skamms kynntist hún eiginmanni sínum, Sigurði Grétari Halldórssyni, framkvæmdastjóra Netvistunar, og hóf fljótlega nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún gerði hlé á námi sínu þegar hún fékk þær fréttir að hún væri ófrísk að tvíburum. Eignaðist hún tvo heilbrigða drengi og bætti svo um betur nokkru síðar og bætti stelpu í hópinn. Í síðustu viku útskrifaðist hún með diplómagráðu í alþjóðaviðskiptum við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.Konfekt og gæsalifurMuriel ólst upp við það að móðir hennar dvaldi klukkutímunum saman í eldhúsinu til að nostra við sunnudagsmatinn. Að borða var ekki bara til þess að næra sig heldur fyrst og fremst til þess að njóta bragðsins og samverunnar. Á Íslandi þótti henni skorta á bæði þekkingu og þjónustu Íslendinga þegar kom að evrópskum sælkeravörum. Eitt þótti henni öðru fremur vanta – alvöru hágæðakonfekt frá föðurlandinu Belgíu. Til að ráða bót á þessum skorti og til að kynna alvöru sælkerafæði fyrir Íslendingum stofnaði Muriel því sitt eigið fyrirtæki sem fékk nafnið Veislumeistarinn. Til að byrja með flutti Muriel eingöngu inn hágæðakonfekt. Fljótlega vatt starfsemin upp á sig og í dag flytur hún ýmsar tegundir af sælkera-mat inn til landsins til viðbótar við konfektið. Má þar nefna gæsalifur, eða foie gras, af bestu gerð og belgíska sælgætið Dragée. Vörurnar hefur hún til sölu meðal annars í Vínberinu á Laugavegi, Ostabúðinni á Skólavörðustíg, verslunum Fylgifiska, Sandholt bakaríi, Gallery kjöti og í Mosfellsbakaríi. Hún stefnir nú á að auka enn við þjónustuna og gæði varanna, meðal annars með því að kaupa vörurnar beint af framleiðendunum án þess að notast við milliliði.Starfsemi Veislumeistarans snýst um fleira en innflutning. Muriel býður veisluráðgjöf fyrir skírnarveislur, fermingar, brúðkaup og aðra stórviðburði. Hún hefur einnig átt í samstarfi við Stéphane Aubergy, franskan víninnflytjanda sem rekur fyrirtækið Vínekruna. Saman bjóða þau einstaklingum og fyrirtækjum upp á kynningu undir nafninu „Vín og súkkulaði“. Hún segir marga Íslendinga ekki gera sér grein fyrir því að súkkulaði og vín fari afbragðs vel saman, sé það rétt saman sett.Auk þess að leiða Íslendinga í allan sannleika um belgískan sælkeramat er Muriel formaður Félags frönskumælandi á Íslandi. Það er sífellt stækkandi hópur fólks sem hittist mánaðarlega með það eitt að markmiði að tala frönsku og skemmta sér. Þetta segir hún bæði mikilvægt þar sem mikið er af blönduðum hjónaböndum hér þar sem börnin eru tvítyngd. Hollt sé fyrir þau að sjá að fleiri fjölskyldur búa við svipaðar aðstæður. Þá fari frönskumælandi Íslendingum jafnframt fjölgandi í hópnum. Belgar eru sjálfsagt í minnihluta í hópnum en samkvæmt tölum frá Hagstofunni búa einungis 94 Belgar hér á landi.Pollagallar og fiskbúðirTalsverð viðskipti eru milli Belgíu og Íslands. Upplýsingar frá Hagstofunni sýna að á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2006 voru fluttar vörur hingað til lands frá Belgíu fyrir rúma sex milljarða króna. Er þar fyrst og fremst um að ræða matvæli af ýmsu tagi, plöntur, vefnaðarvörur og fatnað. Frá Íslandi til Belgíu fer meðal annars lambakjöt, fiskmeti og álblendi og á tímabilinu voru fluttar út vörur fyrir 4,3 milljarða króna.„Pollagallar!“ er það fyrsta sem Muriel dettur í hug, sem svar við því hvaða íslensku vörur Belgar myndu helst kunna að meta. Þegar hún kom hingað til lands varð hún nefnilega frá sér numin af hrifningu þegar hún sá fyrst slíkar flíkur. „Í Belgíu eru ekki til pollagallar. Það er í raun mjög skrýtið því það rignir mikið þar.“Belgíska hagkerfið telst mjög opið og hefur á undanförnum árum þróast út í að vera mikið þjónustuhagkerfi. Belgía er eitt af upphafsríkjum Evrópusambandsins og þar er hin eiginlega höfuðborg Evrópu, Brussel. Íbúar landsins eru upp til hópa miklir Evrópusinnar. Þrátt fyrir það telur Muriel belgíska markaðinn nokkuð erfiðan. Bæði sé samkeppnin um hylli neytenda mikil og markaðurinn því sem næst mettaður á öllum sviðum. Hún telur þó eina hugmynd geta vel átt upp á pallborðið hjá belgískum neytendum – íslenskar sælkerafiskbúðir. „Það er mjög erfitt að fá ferskan fisk í Belgíu. Hann er oft meira en viku gamall þegar hann loksins kemst til neytandans. Það myndi því örugglega slá í gegn ef eitthvert stórfyrirtæki frá Íslandi tæki sig til og opnaði margar litlar fiskbúðir í Belgíu sem seldu ferskan fisk.“
Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira