Erlent

14 ára siglir einn yfir Atlantshafið

Myndin er úr myndasafni.
Myndin er úr myndasafni. MYND/AP

14 ára breskur strákur, Michael Perham, freistar þess nú að verða yngsti maðurinn í sögunni til þess að sigla einn og óstuddur yfir Atlantshafið. Hann hóf ferðina þann 18. nóvember síðastliðinn og býst við því að klára ferðina þann 2. janúar. Faðir hans siglir þó 2 sjómílum á eftir honum til vonar og vara. Lagði hann upp frá Bretlandi og áætlar að enda í Antigua í Karibíahafinu.

Michael datt fyrst í hug að gera þetta þegar hann var 11 ára en hann hefur æft siglingar síðan hann var sjö ára. Faðir hans er reyndur siglingakappi og hefur því ekki miklar áhyggjur af syni sínum sem hann segist hafa kennt vel. Annað gildir þó um móður hans sem bíður heima eftir því að sonur hennar komist til Antigua heill á húfi. Michael siglir á 28 feta seglbát og fer á meðalhraða yfir 6 hnútum á klukkustund.

Skólastjóri Michaels sagði þegar hann bað um frí í þrjár vikur til þess að geta siglt að það væri ekkert mál því að hann myndi læra miklu meira á því en að vera í skólanum í 3 vikur í viðbót. Michael er líka að safna áheitum á ferðina og ætlar sér að styrkja börn í neyð í bretlandi. Hann hefur þegar safnað um 250.000 krónum.

Fréttavefur Daily Mail segir frá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×