Erlent

Internetsamband slitrótt í Asíu

MYND/Vísir

Internet samband í Asíu og við Ástralíu liggur að stórum hluta niðri um þessar mundir vegna jarðskjálftans sem varð fyrir utan suðurströnd Taívan í gær. Skjálftinn, sem mældist 7,1 á Richter, olli skemmdum á neðansjávarköplum sem tengdu svæðið við umheiminn.

Tæknisjúkir asíubúar geta því ekki fyglst með markaðnum, fréttum eða neinu öðru og fer það mikið í taugarnar á fólki. Þar sem hægt var var internetsambandi komið á um aðra kapla en þeir önnuðu varla umferðinni og var sambandið því gríðarlega hægt.

Ekki er búist við því að hægt sé að gera við þá á næstu dögum og að þetta eigi eftir að taka rúma viku að gera við þar sem skemmdirnar eru á miklu dýpi og ansi víðfeðmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×