Erlent

Handtekinn eftir 20 ára leit

Franska lögreglan hefur handtekið bankaræningja eftir 20 ára leit. Milhoud Hai var einn af þeim sem að rændu útibú Frakklandsbanka árið 1986 og komust þeir undan með um 17 milljónir dollara, eða um 1,2 milljarða íslenskra króna.

Hann var dæmdur til lífstíðarfangelsis árið 1992, án þess að vera viðstaddur réttarhöldin, fyrir þetta bankarán sem er það stærsta í sögu Frakklands. Hann náðist fyrir utan heimili sitt í norðurhluta Parísar og hafði lögreglan hendur í hári hans þar sem hann hafði verið viðloðandi önnur rán á svæðinu undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×