Erlent

Refaveiðimenn elta lyktina af ref

Þessir geta tekið jólunum rólega í Bretlandi.

Breskir refaveiðimenn fjölmenntu í dag til veiða þrátt fyrir að bannað hafi verið að hundar drepi refi. Var brugðið á það ráð að dreifa lykt um veiðisvæðið og hundarnir látnir elta manngerðar lyktarslóðir. Þeir sem tóku þátt voru ekki hrifnir af því að elta bara lyktina af ref í staðinn fyrir raunverulegan ref og sögðu að öll spenna væri farin úr veiðunum.

Nýju lögin sem miða að því að vernda refina kveða á um að aðeins megi drepa þá með því að skjóta þá eða láta veiðifugla drepa þá. Mótmælendur laganna segja hins vegar að veiðarnar séu mikilvæg tekjulind fyrir dreifbýlið og auk þess þurfi að hafa hemil á refunum sem séu hættulegir fiðurfé bænda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×