Erlent

Átta ára atvinnumaður

Faðir Victors segir hann umsetinn af grúppíum.
Faðir Victors segir hann umsetinn af grúppíum. MYND/Vísir

Átta ára bandarískur drengur að nafni Victor De Leon virðist mjög venjulegur drengur þegar fyrst er á litið. En í raunveruleikanum lifir hann tvöföldu lífi því hann er líka „Lil Poison", meistari í tölvuleiknum Halo og atvinnumaður í tölvuleikjaspilun.

Victor hefur þegar byrjað að hagnast á spileríi sínu því hann hefur gert samninga um að nafn hans birtist bæði á fatalínu sem og hulstrum utan um leikjatölvur. Fyrir utan þóknanir sem hann fær fyrir að koma og spila á mótum þá rekur strákurinn einnig hjálparþjónustu á netinu og kostar hún ekki nema 25 dollara, eða um 1.800 íslenskar krónur, á klukkutímann.

Victor byrjaði fyrst að spila þegar hann var tveggja ára gamall en þá gafst pabbi hans upp á grátnum og setti drenginn fyrir framan sjónvarpið með X-Box stýripinna í fanginu. Eftir það varð ekki aftur snúið og þegar Victor varð sex ára skrifaði hann undir sinn fyrsta atvinnumannasamning.

Timesonline skýrir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×