Erlent

80 látnir í aurskriðum í Indónesíu

Ljósbrúna svæðið er semsagt vatnsdrulla.
Ljósbrúna svæðið er semsagt vatnsdrulla. MYND/AP

Flóð og skriður í Aceh héraði og á norðurhluta Súmötru í Indónesíu hafa drepið allt að 80 manns og neytt tugi þúsunda til þess að flýja heimili sín en yfirvöld þar skýrðu frá þessu í dag. Aceh héraðið, sem er enn að jafna sig eftir flóðbylgjuna sem fyrir tveimur árum síðan, varð hvað verst úti í þessum hamförum. Ástæðan fyrir þessu eru miklar rigningar á svæðinu.

Talið er að um 5 þúsund manns sé enn föst í Pinding héraðinu þar sem nær allir vegir þangað eru ónýtir. Samskipti við héraðið liggja einnig niðri.

Yfirvöld hafa sett herinn í gang til þess að reyna að hjálpa fólki og eru herþyrlur og herskip notaðar til þess að afhenda hjálpargögn á afviknum stöðum. Þau sögðu líka að þau ættu nóg af vistum og hjálpargögnum en að komast til afviknustu staðanna væri ennþá vandamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×