Erlent

Jólin haldin hátíðleg í Betlehem

Fólkið á myndinni er statt í Fæðingarkirkju Jesú Krists en hún er reist á þeim stað þar sem Jesú er talinn hafa fæðst.
Fólkið á myndinni er statt í Fæðingarkirkju Jesú Krists en hún er reist á þeim stað þar sem Jesú er talinn hafa fæðst. MYND/AP

Hundruð pílagríma söfnuðust saman í Betlehem í dag til þess að sækja þar jólamessu. Grimmur raunveruleikinn var samt skammt undan þar sem ofbeldi á svæðinu hefur verið töluvert undanfarnar vikur.

Kirkjuklukkur hringdu og fólk og hátíðlegir gestir flykktust að þessari helgustu borg kristinna manna en talið er að Jesú sjálfur hafi fæst í henni. Borgarstjóri Betlehem sagði gleðina lævi blandna vegna umsáturs Ísraela um borgina sem og efnahagsástandsins en um 65% atvinnuleysi er í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×