Erlent

Íranir segja refsiaðgerðir engu skipta

Íranska ríkisstjórnin segir refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna engin áhrif hafa á kjarnorkuáætlun landsins heldur verði auðgun úrans haldið áfram af enn meiri þunga.

Öryggisráðið samþykkti í ályktun sinni í gær að refsa Írönum vegna áætlunarinnar, til dæmis með því að frysta sumar af eignum Írana í útlöndum og banna útflutning á efnum og tækjum sem nota má til kjarnorkuvinnslu.

Bandaríkjamenn segja að refsiaðgerðirnar séu allt of vægar en vegna andstöðu Rússa, sem eiga viðskiptahagsmuna að gæta í Íran, náðist ekki samkomulag um að láta þær ganga lengra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×