Erlent

Samkomulag nánast í höfn

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir refsiaðgerðir engu breyta í stefnu þeirra í kjarnorkumálum.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir refsiaðgerðir engu breyta í stefnu þeirra í kjarnorkumálum. MYND/AP

Viðræður um hugsanlegar refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írans eru á lokastigi og samningamenn voru leggja lokahönd á tillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun greiða atkvæði um á morgun.

Kveður tillagan á um að Íran hætti öllum auðgunum á úrani og stöðvi alla vinnu við kjarnorku, þróun sem og rannsóknir. Einnig er talað um innflutnings- og útflutningsbann á hættulegum efnum og tækni sem tengjast auðgun á úrani.

Rússar vilja þó enn breytingar og Bandaríkjamenn hafa gefið í skyn að þeir sé tilbúnir að gefa aðeins eftir til þess að hægt sé að koma ályktuninni í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×