Erlent

Bandaríski herinn ákærir átta hermenn

Þetta er einn hermanna sem ákærður er fyrir morðin.
Þetta er einn hermanna sem ákærður er fyrir morðin. MYND/AP

Bandarísk heryfirvöld hafa nú kært alls fjóra vegna morða á allt að 24 óvopnuðum óbreyttum borgurum í bænum Haditha í Írak en atburðirnir áttu sér stað í nóvember á síðasta ári. Einnig eru fjórir til viðbótar kærðir fyrir að hafa tekið þátt í ódæðinu á annan hátt.

Af þeim 24 sem voru myrtir voru börn, konur og gamalmenni þar á meðal en bandaríski herinn heldur því fram að þau hafi látist vegna bardaga á milli uppreisnarmanna og hermanna. Heimamenn segja þó að einu mennirnir sem skutu af vopnum sínum hafi verið Bandaríkjamenn. Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, hefur fordæmt ódæðið og kallað það "hræðilegan glæp."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×