Erlent

Sprengingar við skrifstofu Abbas

Stuðningamaður með mynd af Abbas forseta á fjöldafundi í Ramallah á Vesturbakkanum í dag.
Stuðningamaður með mynd af Abbas forseta á fjöldafundi í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. MYND/AP

Tvær sprengingar heyrðust nærri skrifstofum Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, á Gaza-svæðinu í dag. Reuters-fréttastofan greinir frá og segir að nokkrir hafi særst. Ekki er vitað hvort nokkur hafi týnt lífi í sprengingunum. Abbas var fjarverandi en hann er staddur á Vesturbakkanum.

Átök milli liðsmanna Hamas-samtakanna og stuðningsmanna Fatah-hreyfingar Abbas hafa magnast síðustu daga en viðræður um þjóðstjórn sigldu í strand fyrir nokkru.

Abbas hefur boðað til kosninga, sem hefðu að óbreyttu ekki farið fram næst fyrr en 2010. Hamas-samtökin segja um valdarán að ræða og ætla ekki að taka þátt í kosningunum.

Ný skoðanakönnun sýnir að Hamas-liðar myndu lúta í lægra haldi fyrir Fatah yrði kosið nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×