Erlent

Eldsvoði í brúðkaupsveislu

Konur við lík ungs drengs sem lést í troðning sem varð þegar eldurinn kviknaði.
Konur við lík ungs drengs sem lést í troðning sem varð þegar eldurinn kviknaði. MYND/AP

Í það minnsta 22 konur og börn týndu lífi í eldsvoða í brúðkaupsveislu í austanverðu Pakistan í gær, brúðurin þar á meðal.

Eldurinn kviknaði í tjaldi þar sem veislan var haldin en karlkyns gestirnir voru í öðru tjaldi, eins og siður er á þessum slóðum, og sakaði því ekki.

Um 30 slösuðust í eldinum og eru meiðsli sumra þeirra sögð alvarleg. Talið er að skammhlaup í rafmagni hafi valdið eldinum með þessum hræðilegu afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×