Verðlaunafé boðið fyrir upplýsingar 13. desember 2006 19:45 Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu. Morðin nú minna á það þegar Kobbi kvirðista herjaði á vændiskonur í Witechapel hverfi Lundúna síðla árs 1888. Fórnarlömbin voru fimm þá líkt og nú. Málið í Austur-Anglíu vekur einnig óþægilegar minningar hjá íbúum í Bradford í Jórvíkurskíri þar sem Paul nokkur Sutcliffe myrti þrettán konur á árunum 1975 til 1980. Flest fórnarlömb hans voru vændiskonur. Nú hefur ódæðismaður af sama sauðarhúsi látið til skarar skríða í Ipswich og eru lögreglumenn í kapphlaupi við tímann að finna hann áður en fleiri konur falla í valinn. Svæðið þar sem sem lík kvennanna fundust er fínkembt. Stewart Gull, lögregluforingi í Suffolk sýslu, segir ljóst að töluvert sé líkt með morðunum. Öll fórnarlömbin hafi verið vændiskonur samkvæmt upplýsingum lögreglu. Þær hafi allar fundist við svipaðar aðstæður. Morðinginn eða morðingjarnir hafi gert vændiskonur að skotmörkum sínum og ekkert bendi til þess að konur úr öðrum þjóðfélagshópum þurfi að hafa áhyggjur. Þrátt fyrir það hafa allir íbúar í Ipswich áhyggjur af eigin öryggi og hraða flestir sér heim að loknum vinnudegi. David Wilson, prófessor í afbrotafræði, segir hætt við því að morðingi myrði enn fleiri og óvíst hvenær hann telji nóg komið. Svo gæti farið að hann hætti á einhverjum tímapunkti eða þá að hann beini spjótum sínum að öðrum en vændiskonum. Lou er vændiskona í Ipswich. Hún er heróínfíkill. Lou þekkti eitt fórnarlambanna, Anneli Alderton, og var með henni skömmu áður en hún hvarf. Hún segir Anneli hafa verið hamingjusama þá. Þær hafi staðið saman við eitt götuhornið og gætt sér á jarðaberjum. Hún hafi ekki virst hafa áhyggjur af nokkru. Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu. Morðin nú minna á það þegar Kobbi kvirðista herjaði á vændiskonur í Witechapel hverfi Lundúna síðla árs 1888. Fórnarlömbin voru fimm þá líkt og nú. Málið í Austur-Anglíu vekur einnig óþægilegar minningar hjá íbúum í Bradford í Jórvíkurskíri þar sem Paul nokkur Sutcliffe myrti þrettán konur á árunum 1975 til 1980. Flest fórnarlömb hans voru vændiskonur. Nú hefur ódæðismaður af sama sauðarhúsi látið til skarar skríða í Ipswich og eru lögreglumenn í kapphlaupi við tímann að finna hann áður en fleiri konur falla í valinn. Svæðið þar sem sem lík kvennanna fundust er fínkembt. Stewart Gull, lögregluforingi í Suffolk sýslu, segir ljóst að töluvert sé líkt með morðunum. Öll fórnarlömbin hafi verið vændiskonur samkvæmt upplýsingum lögreglu. Þær hafi allar fundist við svipaðar aðstæður. Morðinginn eða morðingjarnir hafi gert vændiskonur að skotmörkum sínum og ekkert bendi til þess að konur úr öðrum þjóðfélagshópum þurfi að hafa áhyggjur. Þrátt fyrir það hafa allir íbúar í Ipswich áhyggjur af eigin öryggi og hraða flestir sér heim að loknum vinnudegi. David Wilson, prófessor í afbrotafræði, segir hætt við því að morðingi myrði enn fleiri og óvíst hvenær hann telji nóg komið. Svo gæti farið að hann hætti á einhverjum tímapunkti eða þá að hann beini spjótum sínum að öðrum en vændiskonum. Lou er vændiskona í Ipswich. Hún er heróínfíkill. Lou þekkti eitt fórnarlambanna, Anneli Alderton, og var með henni skömmu áður en hún hvarf. Hún segir Anneli hafa verið hamingjusama þá. Þær hafi staðið saman við eitt götuhornið og gætt sér á jarðaberjum. Hún hafi ekki virst hafa áhyggjur af nokkru.
Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira