Orð Olmerts sögð rangtúlkuð 12. desember 2006 18:45 Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki. Olmert lét ummælin falla í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina SAT 1 sem tekið var upp á föstudaginn og sýnt í gær. Þar var hann spurður um kjarnorkudeiluna við Írana. Hann sagði ekki hægt að bera Íran saman við önnur ríki sem ráði yfir kjarnorkuvopnum. Ríki á borð við Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland. Það væru siðaðar þjóðir sem hótuðu ekki öðrum ríkjum með kjarnorkuvopnum. Hann sagði Ísrael lýðræðisríki sem hefði aldri hótað að eyða öðru ríki líkt og stjórnvöld í Teheran gerðu opinberlega í hvert sinn sem rætt væri um Ísrael. Þetta sé ríkið sem sækist eftir að verða sér úti um kjarnorkuvopn líkt og Bandaríkjamenn, Frakkar, Ísraelar og Rússar. Þessi síðasta setning hefur vakið mikla athygli enda hafa Ísraelar hingað til ekki viljað svara því hvort þeir eigi kjarnorkuvopn. Stjórnarliðar segja ekki um stefnubreytingu að ræða, orð forsætisráðherrans séu rangtúlkuð, en stjórnarandstæðingar segja þetta enn eina vísbendingu þess að hann sé vanhæfur í varnarmálum og vilja margir þeirra að hann víki. Magnús Ólafsson, einn framkvæmdastjóra Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir stofnunina ekki tjá sig um ummæli Olmerts eða Roberts Gates, verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði fyrir viku á fundi með varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að Íranar ásældust kjarnavopn því nágrannar þeirra í öllum höfuðáttum ættu þau, þar á meðal Ísraelar. Magnús segir stofnunina hafa metið það þannig að Ísraelar eigi kjarnorkuvopn. Flestar þjóðir hafi tekið svör þeirra þannig. Það sem valdi erfiðleikum sé að Ísraelar séu ekki aðilar að Samningnum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna og það séu Indverjar og Pakistanar ekki heldur. Það þýði að eftirlitssveitir Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hafi ekki aðgang að Ísrael. Magnús segir það mat Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar að Ísraelar eigi um 100 kjarnaodda. Það sé töluvert meira en Indverjar og Pakistanar, sem eigi um 20. Erlent Fréttir Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki. Olmert lét ummælin falla í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina SAT 1 sem tekið var upp á föstudaginn og sýnt í gær. Þar var hann spurður um kjarnorkudeiluna við Írana. Hann sagði ekki hægt að bera Íran saman við önnur ríki sem ráði yfir kjarnorkuvopnum. Ríki á borð við Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland. Það væru siðaðar þjóðir sem hótuðu ekki öðrum ríkjum með kjarnorkuvopnum. Hann sagði Ísrael lýðræðisríki sem hefði aldri hótað að eyða öðru ríki líkt og stjórnvöld í Teheran gerðu opinberlega í hvert sinn sem rætt væri um Ísrael. Þetta sé ríkið sem sækist eftir að verða sér úti um kjarnorkuvopn líkt og Bandaríkjamenn, Frakkar, Ísraelar og Rússar. Þessi síðasta setning hefur vakið mikla athygli enda hafa Ísraelar hingað til ekki viljað svara því hvort þeir eigi kjarnorkuvopn. Stjórnarliðar segja ekki um stefnubreytingu að ræða, orð forsætisráðherrans séu rangtúlkuð, en stjórnarandstæðingar segja þetta enn eina vísbendingu þess að hann sé vanhæfur í varnarmálum og vilja margir þeirra að hann víki. Magnús Ólafsson, einn framkvæmdastjóra Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir stofnunina ekki tjá sig um ummæli Olmerts eða Roberts Gates, verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði fyrir viku á fundi með varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að Íranar ásældust kjarnavopn því nágrannar þeirra í öllum höfuðáttum ættu þau, þar á meðal Ísraelar. Magnús segir stofnunina hafa metið það þannig að Ísraelar eigi kjarnorkuvopn. Flestar þjóðir hafi tekið svör þeirra þannig. Það sem valdi erfiðleikum sé að Ísraelar séu ekki aðilar að Samningnum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna og það séu Indverjar og Pakistanar ekki heldur. Það þýði að eftirlitssveitir Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hafi ekki aðgang að Ísrael. Magnús segir það mat Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar að Ísraelar eigi um 100 kjarnaodda. Það sé töluvert meira en Indverjar og Pakistanar, sem eigi um 20.
Erlent Fréttir Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira