Ætlaði að kúga auðjöfra 8. desember 2006 20:00 KGB maðurinn Alexander Litvinenko, sem myrtur var í síðasta mánuði, ætlaði að ljóstra upp um spillingarmál tengd valdamiklum auðjöfri sem mun tengjast ráðamönnum í Moskvu. Þetta fullyrti rússneskur doktorsnemi á blaðamannafundi í Lundúnum í dag. Julia Svetlichnaja sagði frá fundum sínum með Litvinenko í blaðagrein í breska blaðinu Osberver á sunnudaginn. Á blaðamannafundi í Lundúnum í dag greindi hún nánar frá því sem þeim fór á milli. Hún tók viðtöl við hann sem til eru á bandi. Þar ræddi Litvinenko um fortíð sína sem liðsmaður KGB og síðar rússnesku öryggislögreglunnar. Svetlichnaja átti einnig samtöl við Litvinenko sem voru ekki hljóðrituð að ósk hans. Þar mun hann hafa sagt frá áætlunum sínum um að kúga fé út úr rússneskum auðjöfrum. Hann hafði nefnt menn og fyrirtæki á nafn en hún gæti ekki upplýst um það af ótta við málssóknir. Hún gæti þó sagt að einn þeirra væri vel þekktur auðjöfur, með góð tengsl við ráðamenn í Kreml sem Litvinenko sagði gerspilltann. Litvinenko hafi ætlað að birta honum þau gögn sem hann hefði undir höndum og krefja hann um peninga. Lögreglumenn frá Scotland Yard fengu ekki að yfirheyra Andrei Lugovoy, athafnamann og fyrrverandi njósnara, sem Litvinenko átti fund með daginn sem hann veiktist. Þess hefur verið beðið síðan á þriðjudaginn. Interfax fréttastofan greindi frá því í dag að Lugovoy, sem nú liggur á sjúrkahúsi í Moskvu, hefði orðið fyrir geislun. Dmitry Kovtun, athafnamaður, átti einnig fund með Lugovoy og Litvinenko sama dag. Kovtun liggur nú þungt haldinn á sama sjúkrahúsi og Lugovoy vegna eitrunar. Myndver sjónvarpsstöðvar í Moskvu, þar sem Lugovoy og Kovtun voru í viðtali tveimur dögum eftir dauða Litvinenkos, var rannskaða hátt og lágt í dag. Af þessu öllu má ráða að málið verður allt hið reyfarakenndara með hverjum degi sem líður. Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
KGB maðurinn Alexander Litvinenko, sem myrtur var í síðasta mánuði, ætlaði að ljóstra upp um spillingarmál tengd valdamiklum auðjöfri sem mun tengjast ráðamönnum í Moskvu. Þetta fullyrti rússneskur doktorsnemi á blaðamannafundi í Lundúnum í dag. Julia Svetlichnaja sagði frá fundum sínum með Litvinenko í blaðagrein í breska blaðinu Osberver á sunnudaginn. Á blaðamannafundi í Lundúnum í dag greindi hún nánar frá því sem þeim fór á milli. Hún tók viðtöl við hann sem til eru á bandi. Þar ræddi Litvinenko um fortíð sína sem liðsmaður KGB og síðar rússnesku öryggislögreglunnar. Svetlichnaja átti einnig samtöl við Litvinenko sem voru ekki hljóðrituð að ósk hans. Þar mun hann hafa sagt frá áætlunum sínum um að kúga fé út úr rússneskum auðjöfrum. Hann hafði nefnt menn og fyrirtæki á nafn en hún gæti ekki upplýst um það af ótta við málssóknir. Hún gæti þó sagt að einn þeirra væri vel þekktur auðjöfur, með góð tengsl við ráðamenn í Kreml sem Litvinenko sagði gerspilltann. Litvinenko hafi ætlað að birta honum þau gögn sem hann hefði undir höndum og krefja hann um peninga. Lögreglumenn frá Scotland Yard fengu ekki að yfirheyra Andrei Lugovoy, athafnamann og fyrrverandi njósnara, sem Litvinenko átti fund með daginn sem hann veiktist. Þess hefur verið beðið síðan á þriðjudaginn. Interfax fréttastofan greindi frá því í dag að Lugovoy, sem nú liggur á sjúrkahúsi í Moskvu, hefði orðið fyrir geislun. Dmitry Kovtun, athafnamaður, átti einnig fund með Lugovoy og Litvinenko sama dag. Kovtun liggur nú þungt haldinn á sama sjúkrahúsi og Lugovoy vegna eitrunar. Myndver sjónvarpsstöðvar í Moskvu, þar sem Lugovoy og Kovtun voru í viðtali tveimur dögum eftir dauða Litvinenkos, var rannskaða hátt og lágt í dag. Af þessu öllu má ráða að málið verður allt hið reyfarakenndara með hverjum degi sem líður.
Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira