Erlent

Skýrsluhöfundar vilja að Bush fylgi henni eftir í einu og öllu

MYND/AP

Höfundar skýrslu um stefnu Bandaríkjastjórnar í Írak segja að stjórnin verði að fara að öllum tillögum hennar. Þeir segja enn fremur að þeir 79 punktar sem settir eru fram í skýrslunni séu ekki „ávaxtasalat" sem hægt sé að taka úr það sem maður vill.

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að hann muni alvarlega íhuga skýrsluna en hefur þó þegar útilokað helstu punkta hennar, nefnilega að ræða við Íran og Sýrland án milliliða um hvernig þau geti komið að því að bæta ástandið í Írak.

John McCain, einn af þeim sem mun líklega bjóða sig fram í forsetakosningum árið 2008, hefur ekki mikið álit á skýrslunni og telur að ráðleggingar hennar eigi eftir að leiða til ósigurs Bandaríkjanna í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×