Barcelona í góðum málum 5. desember 2006 20:28 Ronaldinho skorar fyrsta markið með því að lauma boltanum undir varnarvegg Bremen AFP Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen eru á skotskónum hjá Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en liðið hefur 2-0 forystu gegn Bremen á heimavelli sínum og er því í ágætri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur og auk þess að skora átti Eiður Smári sín bestu tilþrif í vetur þegar hann lék á þrjá varnarmenn Bremen en skot hans hafnaði í stönginni. Barcelona hefur verið mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og leiðir verðskuldað. Ronaldinho kom heimamönnum á bragðið með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 13. mínútu, þegar hann læddi boltanum undir varnarvegg þýska liðsins. Skömmu síðar skoraði Eiður Smári einfalt mark eftir frábært spila Barcelona, en nagar sig eflaust í handarbakið fyrir að nýta ekki færi sem hann fékk eftir mikinn og glæsilegan einleik sinn - en skot hans hafnaði í stönginni eins og áður sagði. Leikurinn er sýndur beint á Sýn en sjónvarpsstöðvar Sýnar eru einnig með beina útsendingu frá leikjum Bayern - Inter og Roma - Valencia, en þessir leikir eru líka sendir út beint á Vef TV hér á Vísi. Í hinum leiknum í A-riðli hefur Chelsea yfir 1-0 gegn Levski með marki Shevchenko. Spartak Moskva hefur yfir 2-1 úti gegn Sporting. Jafnt er 0-0 hjá Bayern og Inter, Galatasary er að vinna Liverpool 2-1 þar sem Robbie Fowler kom gestunum yfir, PSV er að tapa 3-0 heima gegn Bordeux, Shaktar er yfir 1-0 gegn Olympiakos á útivelli og þá er Roma yfir 1-0 gegn Valencia með marki Panucci á 13. mínútu. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen eru á skotskónum hjá Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en liðið hefur 2-0 forystu gegn Bremen á heimavelli sínum og er því í ágætri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur og auk þess að skora átti Eiður Smári sín bestu tilþrif í vetur þegar hann lék á þrjá varnarmenn Bremen en skot hans hafnaði í stönginni. Barcelona hefur verið mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og leiðir verðskuldað. Ronaldinho kom heimamönnum á bragðið með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 13. mínútu, þegar hann læddi boltanum undir varnarvegg þýska liðsins. Skömmu síðar skoraði Eiður Smári einfalt mark eftir frábært spila Barcelona, en nagar sig eflaust í handarbakið fyrir að nýta ekki færi sem hann fékk eftir mikinn og glæsilegan einleik sinn - en skot hans hafnaði í stönginni eins og áður sagði. Leikurinn er sýndur beint á Sýn en sjónvarpsstöðvar Sýnar eru einnig með beina útsendingu frá leikjum Bayern - Inter og Roma - Valencia, en þessir leikir eru líka sendir út beint á Vef TV hér á Vísi. Í hinum leiknum í A-riðli hefur Chelsea yfir 1-0 gegn Levski með marki Shevchenko. Spartak Moskva hefur yfir 2-1 úti gegn Sporting. Jafnt er 0-0 hjá Bayern og Inter, Galatasary er að vinna Liverpool 2-1 þar sem Robbie Fowler kom gestunum yfir, PSV er að tapa 3-0 heima gegn Bordeux, Shaktar er yfir 1-0 gegn Olympiakos á útivelli og þá er Roma yfir 1-0 gegn Valencia með marki Panucci á 13. mínútu.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira