Barcelona í góðum málum 5. desember 2006 20:28 Ronaldinho skorar fyrsta markið með því að lauma boltanum undir varnarvegg Bremen AFP Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen eru á skotskónum hjá Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en liðið hefur 2-0 forystu gegn Bremen á heimavelli sínum og er því í ágætri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur og auk þess að skora átti Eiður Smári sín bestu tilþrif í vetur þegar hann lék á þrjá varnarmenn Bremen en skot hans hafnaði í stönginni. Barcelona hefur verið mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og leiðir verðskuldað. Ronaldinho kom heimamönnum á bragðið með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 13. mínútu, þegar hann læddi boltanum undir varnarvegg þýska liðsins. Skömmu síðar skoraði Eiður Smári einfalt mark eftir frábært spila Barcelona, en nagar sig eflaust í handarbakið fyrir að nýta ekki færi sem hann fékk eftir mikinn og glæsilegan einleik sinn - en skot hans hafnaði í stönginni eins og áður sagði. Leikurinn er sýndur beint á Sýn en sjónvarpsstöðvar Sýnar eru einnig með beina útsendingu frá leikjum Bayern - Inter og Roma - Valencia, en þessir leikir eru líka sendir út beint á Vef TV hér á Vísi. Í hinum leiknum í A-riðli hefur Chelsea yfir 1-0 gegn Levski með marki Shevchenko. Spartak Moskva hefur yfir 2-1 úti gegn Sporting. Jafnt er 0-0 hjá Bayern og Inter, Galatasary er að vinna Liverpool 2-1 þar sem Robbie Fowler kom gestunum yfir, PSV er að tapa 3-0 heima gegn Bordeux, Shaktar er yfir 1-0 gegn Olympiakos á útivelli og þá er Roma yfir 1-0 gegn Valencia með marki Panucci á 13. mínútu. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen eru á skotskónum hjá Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en liðið hefur 2-0 forystu gegn Bremen á heimavelli sínum og er því í ágætri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur og auk þess að skora átti Eiður Smári sín bestu tilþrif í vetur þegar hann lék á þrjá varnarmenn Bremen en skot hans hafnaði í stönginni. Barcelona hefur verið mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og leiðir verðskuldað. Ronaldinho kom heimamönnum á bragðið með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 13. mínútu, þegar hann læddi boltanum undir varnarvegg þýska liðsins. Skömmu síðar skoraði Eiður Smári einfalt mark eftir frábært spila Barcelona, en nagar sig eflaust í handarbakið fyrir að nýta ekki færi sem hann fékk eftir mikinn og glæsilegan einleik sinn - en skot hans hafnaði í stönginni eins og áður sagði. Leikurinn er sýndur beint á Sýn en sjónvarpsstöðvar Sýnar eru einnig með beina útsendingu frá leikjum Bayern - Inter og Roma - Valencia, en þessir leikir eru líka sendir út beint á Vef TV hér á Vísi. Í hinum leiknum í A-riðli hefur Chelsea yfir 1-0 gegn Levski með marki Shevchenko. Spartak Moskva hefur yfir 2-1 úti gegn Sporting. Jafnt er 0-0 hjá Bayern og Inter, Galatasary er að vinna Liverpool 2-1 þar sem Robbie Fowler kom gestunum yfir, PSV er að tapa 3-0 heima gegn Bordeux, Shaktar er yfir 1-0 gegn Olympiakos á útivelli og þá er Roma yfir 1-0 gegn Valencia með marki Panucci á 13. mínútu.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira