Erlent

Ekki lengur síamstvíburar

Írösku tvíburasystrunum Zöruh og Fatimu heilsast vel eftir að læknar skildu þær að með skurðaðgerð á sjúkrahúsi í Sádi-Arabíu í gær.

Þegar þær systur fæddust fyrir tíu mánuðum í fátækrahverfi í Bagdad voru þær vaxnar saman frá hálsi niður að nára og deildu því mörgum mikilvægum líffærum á borð við lifur og ristil. Íraskir læknar hafa um annað að hugsa þessi misserin en að skilja síamstvíbura að en sem betur fer sá Abdullah konungur í Sádi-Arabíu á þeim aumur. Hann lét flytja telpurnar og foreldra þeirra til höfuðborgar sinnar Ríad og fékk svo sína færustu skurðlækna til að skilja þær að. Aðgerðin gekk vonum framar en stóð yfir í mestallan gærdag og að henni komu næstum sextíu manns. Læknarnir voru því að vonum stoltir.

Líðan litlu telpnanna er góð en þær eru ennþá í öndunarvél. Læknar munu fylgjast nákvæmlega með bata þeirra og vonast til að hægt verði að vekja þær nokkra daga.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×