Erlent

Sótt að Rauða hverfinu

Borgarstjórnin í Amsterdam hefur fyrirskipað að þriðjungi allra vændishúsa í Rauða hverfinu svonefnda skuli lokað svo að stemma megi stigu við fjölgun glæpa í borginni. Hverfið og starfsemin þar eiga sér langa sögu en það var ekki fyrr en árið 2000 sem lög voru sett sem heimiluðu vændi. Í lögunum eru hins vegar ákvæði sem leyfa yfirvöldum að loka vændishúsum þar sem grunur leikur á að glæpastarfsemi sé stunduð. Milljónir ferðamanna heimsækja Amsterdam á ári hverju og stór hluti þeirra kemur við í Rauða hverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×