Erlent

Pólóníum finnst í konu Litvinenkos

Leifar af geislavirka efninu pólóníum 210 hafa fundist í Marinu Litvinenko, eiginkonu Alexanders Litvinenko, fyrrverandi KGB-njósnara sem lést úr eitrun í síðustu viku. Það er þó í svo litlum mæli að hún er ekki talin í hættu. Í gær var greint frá því að prófanir hefðu leitt í ljós að Mario Scaramella, ítalskur kunningi hans, hefði efnið í líkama sínum og hann er nú undir handleiðslu sérfræðinga. Lík Litvinenkos var krufið í gær en niðurstöður krufningarinnar verða ekki kunngjörðar fyrr en eftir nokkra daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×