Erlent

Smokkur sem er spreyjað á

Smokkar eins og þeir líta út í dag.
Smokkar eins og þeir líta út í dag. MYND/Vísir

Þýskir kynfræðslukennarar áætla að þróa smokk sem verður spreyjað á kynfæri karlmanna og á hann að passa á allar stærðir þeirra. Jan Vinzenz Krause frá þýsku Smokkastofnununni, sem er ráðgefandi aðili um notkun smokka, sagði að varan ætti að hjálpa fólki að lifa einfaldara og öruggara kynlífi.

"Við erum að reyna að þróa hinn fullkomna smokk sem á að passa fullkomnlega á alla karlmenn" sagði hann og tók ennfremur fram "Okkur er full alvara."

Hópur Krause vinnur að því að þróa spreybrúsa sem viðkomandi myndi setja getnaðarlim sinn inn í, þvínæst ýta á hnapp utan á honum og myndi þá smokkurinn spreyjast á.

"Þetta virkar þannig að latexi er spreyjað frá öllum hliðum - við köllum þetta 360° ferlið. Þetta er ekki ósvipað bílaþvotti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×