Erlent

SÞ að sjá um kosningar í Nepal

Samningamenn uppreisnarmanna og leiðtogar stjórnvalda skrifa undir afvopnunarsaming á þriðjudaginn var.
Samningamenn uppreisnarmanna og leiðtogar stjórnvalda skrifa undir afvopnunarsaming á þriðjudaginn var. MYND/AP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna brást fljótt við hjálparbeiðni frá stjórnvöldum og uppreisnarmönnum í Nepal um að samtökin myndu taka að sér að sjá um væntanlegar kosningar þar í landi sem og umsjón með herjum og vopnum beggja aðila.

Kommúnískir uppreisnarmenn og stjórnvöld í Nepal skrifuðu í síðustu viku undir friðarsamkomulag en þar hefur ríkt stríðsástand undanfarna áratugi og hafa meira en 13.000 manns látist í átökunum og eru því miklar vonir bundnar við friðarferlið. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig tekið að sér að sjá um fjársöfnun fyrir Nepal svo hægt sé að halda fyrirhugaðar kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×