Tökum þátt í forvali 2. desember 2006 05:00 Forval Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag. Þá veljum við þá sveit sem mun leiða framboð flokksins í þremur kjördæmum, í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Þetta er áreiðanlega í fyrsta skipti sem valið er sameiginlega á framboðslista fyrir fleiri en eitt kjördæmi utan Reykjavíkur. Hefur þessi nýbreytni vakið athygli langt út fyrir raðir flokksmanna VG og mælst vel fyrir. Líklegt er að aðrir flokkar muni í kjölfarið feta í fótspor okkar vinstri grænna, gefist þessi leið vel. Frambjóðendur í forvalinu eru 30 talsins. Öflug sveit kvenna og karla með mismunandi bakgrunn og reynslu. Ég gef kost á mér í þessu forvali og bið um stuðning félagsmanna í 1.-2. sæti á einhverjum hinna þriggja framboðslista en kosið er um þrjá einstaklinga í hvert sæti 1.-4., alls 12 manns. Ég tel meðal brýnustu verkefna stjórnmála næstu ára vera m.a. að byggja upp atvinnulíf sem tekur mið af hagsmunum komandi kynslóða með umhverfis- og náttúruvernd að leiðarljósi, að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, efla almenningssamgöngur, treysta stoðir allra skólastiga og tryggja jafnrétti til náms og stórefla rannsóknir og vísindi. Þá er nauðsynlegt að útrýma launamun kynjanna og ráða niðurlögum kynbundins ofbeldis, tryggja jafnt aðgengi allra að samfélaginu og standa vörð um eitt öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi fyrir alla landsmenn svo fátt eitt sé nefnt. Við vinstri græn höfum sterka málefnastöðu og sjónarmið okkar eiga vaxandi fylgi að fagna meðal landsmanna. Þjóðin hefur fengið nóg af eyðimerkurgöngu taumlausrar stóriðjustefnu og undirlægjuháttar gagnvart erlendu herveldi sem núverandi ríkisstjórn hefur leitt. Sömuleiðis vaxandi misskiptingu í samfélaginu og niðurskurði í velferðar- og menntamálum. Það er rík þörf á að snúa við stjórnarstefnunni og það verður einungis gert með því að núverandi ríkisstjórn verði felld og ný stjórn með sterki aðkomu vinstri grænna taki við. Í forvalinu munum við velja okkur sterka og samhenta sigursveit sem getur einmitt tekist á við núverandi ríkisstjórnarflokka og snúið við blaðinu með hagsmuni alls almennings að leiðarljósi. Með samstilltu átaki, góðum málstað og öflugri sveit frambjóðenda mun okkur takast það. Höfundur er frambjóðandi í forvali VG á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Forval Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag. Þá veljum við þá sveit sem mun leiða framboð flokksins í þremur kjördæmum, í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Þetta er áreiðanlega í fyrsta skipti sem valið er sameiginlega á framboðslista fyrir fleiri en eitt kjördæmi utan Reykjavíkur. Hefur þessi nýbreytni vakið athygli langt út fyrir raðir flokksmanna VG og mælst vel fyrir. Líklegt er að aðrir flokkar muni í kjölfarið feta í fótspor okkar vinstri grænna, gefist þessi leið vel. Frambjóðendur í forvalinu eru 30 talsins. Öflug sveit kvenna og karla með mismunandi bakgrunn og reynslu. Ég gef kost á mér í þessu forvali og bið um stuðning félagsmanna í 1.-2. sæti á einhverjum hinna þriggja framboðslista en kosið er um þrjá einstaklinga í hvert sæti 1.-4., alls 12 manns. Ég tel meðal brýnustu verkefna stjórnmála næstu ára vera m.a. að byggja upp atvinnulíf sem tekur mið af hagsmunum komandi kynslóða með umhverfis- og náttúruvernd að leiðarljósi, að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, efla almenningssamgöngur, treysta stoðir allra skólastiga og tryggja jafnrétti til náms og stórefla rannsóknir og vísindi. Þá er nauðsynlegt að útrýma launamun kynjanna og ráða niðurlögum kynbundins ofbeldis, tryggja jafnt aðgengi allra að samfélaginu og standa vörð um eitt öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi fyrir alla landsmenn svo fátt eitt sé nefnt. Við vinstri græn höfum sterka málefnastöðu og sjónarmið okkar eiga vaxandi fylgi að fagna meðal landsmanna. Þjóðin hefur fengið nóg af eyðimerkurgöngu taumlausrar stóriðjustefnu og undirlægjuháttar gagnvart erlendu herveldi sem núverandi ríkisstjórn hefur leitt. Sömuleiðis vaxandi misskiptingu í samfélaginu og niðurskurði í velferðar- og menntamálum. Það er rík þörf á að snúa við stjórnarstefnunni og það verður einungis gert með því að núverandi ríkisstjórn verði felld og ný stjórn með sterki aðkomu vinstri grænna taki við. Í forvalinu munum við velja okkur sterka og samhenta sigursveit sem getur einmitt tekist á við núverandi ríkisstjórnarflokka og snúið við blaðinu með hagsmuni alls almennings að leiðarljósi. Með samstilltu átaki, góðum málstað og öflugri sveit frambjóðenda mun okkur takast það. Höfundur er frambjóðandi í forvali VG á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar