Á fimmta hundrað manns taldir af 1. desember 2006 19:15 Óttast er að yfir 400 manns hafi farist þegar fellibylurinn Durian gekk yfir Filippseyjar í gær. Við rætur eldfjallsins Mayon lentu heilu þorpin undir miklum aur- og grjótskriðum.Þegar Durian gekk á land á Filippseyjum í gærkvöld vantaði hann örlítið upp á til að geta flokkast sem fimmta og hæsta stigs fellibylur. Vindhraðinn í honum náði allt að 62 metrum á sekúndu enda rifnuðu tré upp með rótum, ljósastaurar lögðust niður og hús fuku um koll þar sem veðrið var verst. Storminum fylgdi gríðarleg úrkoma og mesta manntjónið var einmitt af hennar völdum. Vatnselgurinn varð til þess að los komst á hlíðar eldfjallsins Mayon, sem í sumar gaus minniháttar eldgosi, svo úr varð mikið berghlaup. Aurskriðurnar dundu á þorpum við rætur fjallsins en í skriðunum mátti sjá björg á við meðalstórar bifreiðar. Tæplega tvö hundruð lík hafa þegar fundist í rústunum en að sögn talsmanns Rauða krossins á svæðinu er annarra tvö hundruð saknað. Nokkrum hefur þó tekist að bjarga, meðal annars var ófrískri konu kippt upp úr eðjunni yfir í þyrlu. Á þeim svæðum þar sem stormurinn olli mestum skaða ríkir alger neyð. 11.000 manns eru heimilislausir og stór svæði á eyjunum eru án rafmagns og vatns. Durian er nú á Suður-Kínahafi og er búist við að hann komi til Víetnam um helgina. Þá verður mesti vindurinn aftur á móti farinn úr honum. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Óttast er að yfir 400 manns hafi farist þegar fellibylurinn Durian gekk yfir Filippseyjar í gær. Við rætur eldfjallsins Mayon lentu heilu þorpin undir miklum aur- og grjótskriðum.Þegar Durian gekk á land á Filippseyjum í gærkvöld vantaði hann örlítið upp á til að geta flokkast sem fimmta og hæsta stigs fellibylur. Vindhraðinn í honum náði allt að 62 metrum á sekúndu enda rifnuðu tré upp með rótum, ljósastaurar lögðust niður og hús fuku um koll þar sem veðrið var verst. Storminum fylgdi gríðarleg úrkoma og mesta manntjónið var einmitt af hennar völdum. Vatnselgurinn varð til þess að los komst á hlíðar eldfjallsins Mayon, sem í sumar gaus minniháttar eldgosi, svo úr varð mikið berghlaup. Aurskriðurnar dundu á þorpum við rætur fjallsins en í skriðunum mátti sjá björg á við meðalstórar bifreiðar. Tæplega tvö hundruð lík hafa þegar fundist í rústunum en að sögn talsmanns Rauða krossins á svæðinu er annarra tvö hundruð saknað. Nokkrum hefur þó tekist að bjarga, meðal annars var ófrískri konu kippt upp úr eðjunni yfir í þyrlu. Á þeim svæðum þar sem stormurinn olli mestum skaða ríkir alger neyð. 11.000 manns eru heimilislausir og stór svæði á eyjunum eru án rafmagns og vatns. Durian er nú á Suður-Kínahafi og er búist við að hann komi til Víetnam um helgina. Þá verður mesti vindurinn aftur á móti farinn úr honum.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira