Erlent

Hundruð þúsunda mótmæla í Líbanon

Mannfjöldinn sem mótmælti í Líbanon í dag.
Mannfjöldinn sem mótmælti í Líbanon í dag. MYND/AP

Hundruð þúsunda Líbana fóru út á götur Beirút í dag til að mótmæla sitjandi ríkisstjórn Fúad Siniora, sem nýtur stuðnings Bandaríkjamanna og kröfðust afsagnar hans.

Leiðtogar Hizbolla fóru fyrir göngunni. Hizbolla samtökin, sem eru skipuð sítamúslimum, höfðu skorað á Líbani um land allt um að taka þátt í mótmælunum í Beirút og krefjast afsagnar stjórnarinnar sem þeir segja vera leppstjórn Bandaríkjanna. Ætla mótmælendur síðan að koma sér fyrir við stjórnarbyggingar í óákveðinn tíma. Hundruð hermanna voru kallaðir út til þess að girða af stjórnarbyggingar og tryggja þannig öryggi stjórnarinnar.

Hizbolla hefur verið í andstöðu við stjórnina í Líbanon síðan í stríðinu við Ísrael í sumar en þeir segja að stjórnin hefði átt að styðja þá í baráttunni sem þeir gerðu ekki. Stjórnarliðar sögðu stuðningsmönnum sínum að vera rólegir og að reyna að komast hjá átökum við mótmælendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×