Innlent

Nýtt hönnunarsafn Íslands verður byggt í Garðabæ

Árni M. Mathiesen fjármálráðherra, Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
Árni M. Mathiesen fjármálráðherra, Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra MYND/Vefur Garðabæjar

Nýtt hönnunarsafn Íslands verður byggt í Garðabæ samkvæmt samningi sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálráðherra skrifuðu undir með Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar í dag.

Í samningnum um rekstur menntamálaráðuneytisins og Garðabæjar sem tekur gildi 1. janúar 2007 er kveðið á um að Garðabær taki við rekstri og stjórn Hönnunarsafns Íslands. Safnið mun starfa sem stofnun á vegum bæjarfélagsins.

Hönnunarsafnið hefur verið starfrækt frá árinu 1998 með sérstökum samningi menntamálaráðuneytis, Þjóðminjasafns og Garðabæjar. Safnið hefur verið með vinnuaðstöðu hjá Þjóðminjasafninu og sýningarsal á Garðatorgi í Garðabæ.

Samkvæmt samningnum mun Garðabær í samvinnu við Arkitektafélag Íslands standa að opinni hönnunarsamkeppni um hönnun byggingar fyrir safnið. Samkeppnin verður haldin á 2007 og miðað er við að reist verði safnbygging sem verði að lágmarki 1000 fermetrar að stærð. Framlag Menntamálaráðuneytisins til byggingarinnar verður 125 milljónir króna eða um 50% af heildarkostnaði. Framlag Garðabæjar verður amk jafnhátt og framlag ráðuneytisins og enn fremur leggur bærinn fram lóð undir safnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×