Erlent

Þú fékkst póst

Faðir hennar var ekki sendur í kistu heldur í bananakössum, sem þykja víst hentugir til flutninga.
Faðir hennar var ekki sendur í kistu heldur í bananakössum, sem þykja víst hentugir til flutninga. MYND/Vísir

Rúmensk kona fékk á dögunum tilkynningu frá pósthúsinu um að þar ætti hún stóran pakka. Hún hélt að hún hefði unnið í happadrætti sem hún hafði tekið þátt í skömmu áður og skundaði því niður á pósthús í snarhasti. Þegar hún reif utan af pakkanum sá hún smám saman að þetta voru líkamlegar leifar föður hennar sem hafði verið jarðsettur 16 árum áður.

Konan vissi ekki hvað á sig stóð veðrið og hringdi því í prestinn sem hafði jarðsett föður hennar. Kom í ljós að selja hefði þurft kirkjugarðinn undir íbúðarhúsnæði og því þurfti að grafa upp all sem voru þar jarðsettir. Hafði presturinn sagt konunni að hún þyrfti að sækja leifar föður síns eða fá þær í pósti. Hún hélt hins vegar að presturinn hefði verið að grínast - sem hann var greinilega ekki.

Konan ætlar í mál við kirkjuyfirvöld og hefur lögreglan í bænum Severin, þar sem konan býr, hafið rannsókn á málinu.

Fréttavefurinn Ananova.com skýrir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×