Erlent

Öldungardeildarþingmenn vilja breytingar í Írak

Harry Reid, væntanlegur leiðtogi demókrata í öldungadeild bandaríska þingsins, var einn af þeim sem skrifuðu bréfið.
Harry Reid, væntanlegur leiðtogi demókrata í öldungadeild bandaríska þingsins, var einn af þeim sem skrifuðu bréfið. MYND/AP

Leiðtogar demókrata í öldungadeild bandaríska þingsins lögðu fram þá kröfu að George W. Bush Bandaríkjaforseti myndi skipa sérstakan erindreka til Íraks sem myndi einbeita sér að því að þrýsta á írösku stjórnina um að herða á aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir ofbeldið sem þar tröllríður öllu um þessar mundir.

Í bréfi sem þeir sendu Bush kom fram að þeir vildu síður bíða eftir ráðleggingum hinnar sérstöku nefndar sem Bush skipaði til þess að skoða stefnu Bandaríkjamanna í Írak og koma með hugmyndir um breytingar. Demókratarnir vildu líka að þessi erindreki sem þeir fara fram á yrði síðar sérstakur svæðisfulltrúi í Írak fyrir bandarísku stjórnina. Þessir sömu demókratar vilja einnig að brotthvarf bandaríska hersins hefjist innan fjögurra mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×