Erlent

Rússar kaupa listaverk til baka

Klukkan sem seldist ekki.
Klukkan sem seldist ekki. MYND/AP

Rússneskir kauphéðnar voru í miklum gír í London í þessari viku en þeir keyptu rússneska listmuni á uppboðum sem uppboðsstofurnar Christies, Sotheby's og fleiri stóðu að. Sérstakt rússneskt þema var að þessu sinni á uppboðunum og var talið að dýrasti hluturinn sem myndi seljast þar yrði fágæta Faberge klukka en hún seldist því miður ekki.

Dýrasti hluturinn sem seldist var málverkið "Pastorale Russe" en það er eftir Konstantin Somov og seldist á 2.7 milljónir punda, eða um 2 milljarða íslenskra króna. Merkilegt er að rússneskir kaupsýslumenn eru núna að kaupa aftur rússnesk verk og fara þannig með þau aftur "heim".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×