Erlent

Varnirnar ekki ennþá fullnægjandi

Öryggisgæssla er mikil vegna leiðtogafundarins í Ríga.
Öryggisgæssla er mikil vegna leiðtogafundarins í Ríga. MYND/AP

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar á morgun að ræða við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um varnarsamstarf. Núverandi fyrirkomulag varna Íslands er ekki fullnægjandi, að mati ráðherrans.

Fyrir utan hina formlegu dagskrá leiðtogafundarins má reikna með að margir fundarmanna muni nota tækifærið og stinga saman nefjum á óformlegan hátt. Í þeim hópi eru Valgerður Sverrisdóttir og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherrar Íslands og Noregs en þau ætla að hittast og undirbúa frekari viðræður ríkjanna um varnarmál.

Anne-Grete Ström-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að forsendan fyrir slíku samstarfi sé að fyrir liggi trúverðugt mat á vörnum Íslands og frumkvæðið að þeirri vinnu verði að koma frá Íslendingum. Þegar niðurstaðan liggi fyrir þurfi svo að ræða um skiptingu kostnaðar. Valgerður segir að slíkt verði auðvitað skoðað en mikilvægt. Valgerður segir eðlilegt að skoða slíkt enda sé um hagsmunamál Íslendinga að ræða, sérstaklega þar sem núverandi fyrirkomulag tryggi öryggi landsins ekki nægilega vel. Samkomulagið við Bandaríkin snúi fyrst og fremst að vörnum á hættutímum en mikilvægt sé að halda uppi virku eftirliti á hafsvæðunum í kringum Ísland á friðartímum líka.

Lofthelgiseftirlit á borð við það sem NATO hefur séð um fyrir Eystralandslöndin er í þessu sambandi talið afar mikilvægt og því býst Valgerður við að ræða á fundinum við fleiri nágrannaríki okkar um samstarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×