Heimsókn Benedikts páfa sextánda til Tyrklands hófst í morgun en búist er við háværum mótmælum vegna hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem Benedikt heimsækir ríki sem er að mestu byggt múslimum frá því að hann tók við páfadómi. Hann bakaði sér reiði múslima um allan heim í september síðastliðnum þegar hann sagði íslam ofbeldisfull trúarbrögð og því er öryggisviðbúnaður vegna heimsóknarinnar afar mikill. Upphaflega ætlaði páfi einungis að heimsækja patríarkann í Konstanínópel en eftir deilurnar í september er höfuðtilgangur heimsóknarinnar að rétta úr sáttahönd til múslima.
Erlent