Erlent

Ekki hærri skatta, hikk

MYND/Einar Ólason

Tékkland hefur neitað að fallast á áætlun Evrópusambandsins um að hækka skatta á uppáhaldsdrykk landsmanna, bjórnum. Til þess að leggja áherslu á málstaðinn mættu fulltrúar Tékklands með tvo bjórkúta á fundinn þar sem þeir tilkynntu að þeir myndu beita neitunarvaldi.

Íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins drekka um sextíu milljarða lítra af bjór árlega, þannig að þarna er um stórar uppræðir að ræða. Í tillögum sambandsins um áfengismál er einnig lagt til að áfengismagn sem fólk fær að kaupa í fríhöfnum, verði aukið verulega. Fulltrúar Tékklands eru alveg sáttir við það.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×