Erlent

Obie Wan með aukakíló

Star Wars strákurinn Ghyslain Raza
Star Wars strákurinn Ghyslain Raza

Mest skoðaða myndband á netinu er Star Wars strákurinn svokallaði, sem væri orðinn einn af ríkustu mönnum heims ef hann hefði fengið einn dollara fyrir hvert skipti sem myndbandið hefur verið skoðað.

Það gegnir í raun furðu hvað þetta band er vinsælt. Í því sést ekkert nema feitlaginn strákur sem sveiflar í kringum sig löngum staf og reynir að líkja eftir hljóðinu sem geislasverðin í Star Wars gefa frá sér. Hann er bæði klunnalegur og kjánalegur.

En þetta myndband hefur verið skoðað 900 milljón sinnum á netinu. Ef Ghyslain Raza hefði fengið einn dollara fyrir hverja skoðun, væri bandið hans komið á lista með tíu ábatasömustu kvikmyndum sem gerðar hafa verið.

Það er kannski vegna þess að hann fær ekki neitt, sem Raza hefur höfðað mál gegn skólafélögunum sem settu þetta á netið. Hann vill fá fimmtán milljónir króna í skaðabætur.

Topp 10 listinn yfir mest skoðuðu myndskeiðin:

1.  Star Wars Kid (900 milljón skipti)

2.  Numa Numa (700 milljón skipti)

3.  One Night in Paris (400 milljón skipti)

4.  Kylie Minogue: Agent Provocateur (360 milljón skipti)

5.  Exploding Whale (350 milljón skipti)

6.  John West Salmon Bear Fight (300 milljón skipti)

7.  Trojan Games (300 milljón skipti)

8.  Kolla2001 (200 milljón skipti)

9.  AfroNinja (80 milljón skipti)

10.The Shining Redux (50 milljón skipti)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×