Erlent

Hamas og Abbas aftur í hár saman

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu. MYND/AP

Hamas samtökin saka Mahmoud Abbas, forseta, um að hafa sett fram ný og óaðgengileg skilyrði fyrir myndun þjóðstjórnar.

Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Abbas sé að reyna að tengja stjórnarmyndun við frelsun ísraelska hermannsins sem Hamas rændi í júní, og við það að Hamas og aðrar hreyfingar hætti árásum á Ísrael. Hamas og Abbas forseti eru að reyna að koma saman ríkisstjórn sem fengi viðurkenningu vestrænna ríkja.

Vesturlönd neita að viðurkenna núverandi ríkisstjórn, þar sem Hamas fæst hvorki til þess að afneita ofbeldi, né viðurkenna tilverurétt Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×