Erlent

Fangelsi fyrir hatursraus

Breskur maður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hrækja framan í múslimakonu, og svívirða trú hennar með því að líkja þeim við hryðjuverk.

Maðurinn veittist að konunni í járnbrautarlest þegar hún var að koma ásamt börnum sínum frá minningarathöfn um þá sem fórust í árásinu á almenningssamgöngur Lundúna síðastliðið sumar. Hann jós yfir hana skömmum og svívirðingum og þegar hún svaraði fyrir sig hrækti hann framan í hana.

Faðir mannsins og bróðir voru einnig í lestinni, og tóku undir svívirðingarnar. Faðirinn var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og bróðirinn til 100 klukkustunda ólaunaðrar betrunarvinnu fyrir hið opinbera.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×