Fótbolti

Vafasamt met hjá Spartak

Það vantaði lítið upp á stemminguna í Moskvu í kvöld og hér loga blys í stúkunni eftir að Spartak náði forystu gegn Bayern í upphafi leiks
Það vantaði lítið upp á stemminguna í Moskvu í kvöld og hér loga blys í stúkunni eftir að Spartak náði forystu gegn Bayern í upphafi leiks NordicPhotos/GettyImages

Bayern Munchen fór langt með að tryggja sér efsta sætið í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Spartak í Moskvu á gervigrasvelli liðsins. Spartak setti vafasamt met með jafnteflinu, því liðið hefur nú spilað 22 leiki án sigurs í Meistaradeildinni.

Mikil og góð stemming var á pöllunum í Moskvu í kvöld og ekki minnkaði hún þegar Úkraínumaðurinn Kalinichenko kom Spartak yfir eftir 16 mínútur. Tvö mörk frá hinum eitraða Claudio Pizarro tryggðu Bayern 2-1 forystu í hálfleik en það var svo Radoslav Kovac sem tryggði heimamönnum stig með marki sínu í síðari hálfleik. Bæði lið fengu tækifæri til að gera út um leikinn á síðustu 10 mínútunum, en fjörlegum leik lauk með jafntefli. 

Bayern er í toppsætinu með 11 stig eftir 5 leiki, þá kemur Inter með 6 stig eftir 4 leiki, Sprting Lissabon hefur 5 stig eftir 4 leiki og Spartak rekur lestina með 2 stig eftir 5 leiki.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×