Erlent

Talibanar undirbúa nýja sókn í Afganistan

Einn af æðstu herforingjum talibana, í Afganistan, segir að þeir séu að undirbúa nýjar árásir á stjórnarher landsins og friðargæslusveitir NATO, þegar snjóa leysir næsta vor. Bardagar við talibana hafa verið harðari á þessu ári en nokkrusinni síðan þeir voru hraktir frá völdum árið 2001.

Mjög hefur dregið úr átökum á undanförnum vikum. Talibanaforinginn Múlla Abdúlla segir að það sé eingöngu vegna þess að vetrarveðrin hafi komið óvenju snemma. Sókninni verði haldið áfram þegar vorar.

Hefð er fyrir því að hlé sé gert á bardögum þegar hinn harði vetur gengur í garð, í Afganistan. Átökin hefjast svo að nýju þegar vorar, og snjór hverfur úr fjallaskörðunum.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×