Talið er að allt að átta manns hafi látið lífið í námuslysi sem varð nálægt bænum Ruda Slaska en pólsk sjónvarpsstöð skýrði frá því rétt í þessu. Í fyrstu var talið að einn hefði látist og að 23 væru fastir í námunni en slysið varð vegna gassprengingar um einum kílómeter undir yfirborði jarðar. Pólska lögreglan gat ekki staðfest fjölda látinna.
Náman, sem er kölluð Halemba náman, er ein sú elsta í Póllandi. Árið 1990 létust 19 námuverkamenn í slysi í sömu göngunum. Bærinn hefur fleiri námur á svæðinu í kring um sig og í júlí síðastliðnum létust fjórir námuverkamenn í slysi en þá í öðrum göngum