Erlent

Simpansar velja sér eldri maka

Ný rannsókn á mökunarferli simpansa gefur í skyn að karlkyns simpansar sækist eftir sem elstum maka og að það skemmi ekki fyrir ef hún eigi afkvæmi fyrir. Rannsóknin var gerð til þess að athuga hvort að simpansar hegðuðu sér eins og frændur sínir mannfólkið og vildu frekar vera með yngri kvenkyns simpönsum.

Rannsóknarmennirnir urðu mjög hissa á þessum niðurstöðum en sögðu að þetta gæti verið tilkomið vegna þess að kvenkyns simpansar eru frjóar allt sitt líf á meðan að konur verða ófrjóar með aldrinum.

Talið er að menn velji sér yngri konur vegna þess að þeir séu að hugsa um langtímasamband og barneignir en simpansarnir, sem leggja ekki stund á einkvæni, virðast ekki hugsa um slíka hluti. Útlit virðist heldur ekki ráða ferð hjá þeim eins og hjá mannfólkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×