Erlent

Ætlar að slá lengsta golfhögg sögunnar

Alþjóðlega geimsstöðin yfir Texas á föstudag.
Alþjóðlega geimsstöðin yfir Texas á föstudag. MYND/AP

Míkhaíl Tjúrín, geimfari í alþjóðlegu geimstöðinni, hyggst á miðvikudag reyna að skrá nafn sitt í sögubækurnar með því að slá lengsta högg í golfsögunni. Höggið slær hann í geimgöngu á stöðinni og á kúlan að fljúga í átt til jarðar.

Það er kanadíski golfframleiðandinn Element 21 sem stendur fyrir uppátækinu en hann greiddi rússnesku geimferðastofnuninni ótiltekna upphæð fyrir það. Sérstök golfkúla hefur verið hönnuð fyrir atburðinn en hún vegur aðeins þrjú grömm á meðan venjuleg kúla vegur 45 grömm.

Talsmenn rússnesku geimferðastofnunarinnar segja að með þessu fái þeir meiri peninga í geimferðaverkefni sín en starfsbærður þeirra í bandaríkjunum hjá NASA óttast hins vegar að tilraunin misheppist og að Tjúrín slái kúluna í geimstöðina og skemmi hana þannig.

Þeir hafa jafnframt reiknað út að golfkúlan muni brenna upp á þremur dögum þegar hún kemur inn í lofthjúp jarðar, ef Tjúrín tekst að slá hana í rétta átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×