Erlent

Beckham mætti ekki

David Beckham var kallaður til Spánar úr brúðkaupi Tom Cruise og Katie Holmes í Róm. Beckham, sem er meiddur, varð síðan að sitja í stúkunni og fylgjast með félögum sínum í Real Madrid leika gegn Racing Santander.
David Beckham var kallaður til Spánar úr brúðkaupi Tom Cruise og Katie Holmes í Róm. Beckham, sem er meiddur, varð síðan að sitja í stúkunni og fylgjast með félögum sínum í Real Madrid leika gegn Racing Santander. MYND/AP

Hollywood-stjörnurnar Tom Cruise og Katie Holmes gengu í það heilaga í gær. Athöfnin fór fram í miðaldakastala í Bracciano á Ítalíu. Við athöfnina var farið að kennisetningum Vísindakirkjunnar sem Cruise tilheyrir.

Íbúar í Bracciano sem og aðkomumenn flykktust að kastalanum og sátu ljósmyndarar þar í leyni og biðu færist að mynda brúðhjónin í bak og fyrir. Það var margt frægra við athöfnina og í veislunni og má þar nefna leikarana Jim Carrey og Will Smith.

Knattspyrnukappinn David Beckham varð hins vegar frá að hverfa því hann var kallaður aftur til Spánar. Hann mun hafa haldið til Rómar í óþökk þjálfara síns hjá Real Madrid. Viktoría kona hans mætti því ein í brúðkaupið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×